Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 21:49 Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands. Mynd af Wikipedia „OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira