Hvernig slapp Hafsteinn með gult spjald? | Sjáðu atvikið umtalaða í Vesturbænum Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 08:00 KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
KR komst auðveldlega í enn einn bikarúrslitaleikinn í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV, 4-1, undanúrslitum á Alvogen-vellinum í gærkvöldi. KR-ingar voru miklu betri í leiknum og eitthvað var mótlætið farið að segja til sín hjá Hafsteini Briem, miðverði Eyjamanna. Á 40. mínútu, í stöðunni 1-0, sparkaði Hafsteinn í Jacob Schoop, Danann í liði KR, þar sem hann lá varnarlaus í grasinu eftir að Þóroddur Hjaltalín var búinn að dæma aukaspyrnu á Hafstein fyrir brot á honum. Hörður Magnússon og Hjörvar Hafliðason, sem lýstu leiknum beint á Stöð 2 Sport, áttu ekki orð þegar Þóroddur gaf Hafsteini aðeins gult spjald fyrir brotið og Jóhannes Valgeirsson, fyrrverandi milliríkjadómari, tók undir með þeim á Twitter:Að sparka í andstæðing með þeim hætti sem H. Briem gerir, flokkast undir alvarlega grófan leik og skal refsa með brottvísun. #fotboltinet — Jóhannes Valgeirsson (@JohannesValg) July 30, 2015 Bjarna Guðjónssyni, þjálfara KR, var heldur ekki skemmt á hliðarlínunni og spurði hann fjórða dómara leiksins hvort um grín væri að ræða áður en hann öskraði svo á Þórodd dómara. Skömmu síðar bætti Hólmbert Aron Friðjónsson við öðru marki sínu í leiknum og þeir Óskar Örn Hauksson og Þorsteinn Már Ragnarsson juku forskotið í 4-0 áður en Bjarni Gunnarsson minnkaði muninn. Hafsteinn sá þó eftir gjörðum sínum og baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni eftir leikinn. Schoop var fljótur að fyrirgefa miðverðinum sterka og sagði það sem gerist inn á vellinum gleymast þar líka. Í spilaranum hér að ofan má sjá atvikið sem um ræðir.@HafsteinnBriem4 All good mate, no worries. What happens on the pitch stays on the pitch — Jacob Toppel Schoop (@JacobTSchoop) July 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira