12 milljónir tonna af brennisteinsdíoxíði komu úr Holuhrauni Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 20:43 Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár. Vísir/Valli Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Losun brennisteinsdíoxíðs í gosinu í Holuhrauni reyndist vera hartnær 12 milljónir tonna. Það er meira en heildarlosun þessa eitraða efnasambands í Evrópu allt árið 2011 að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, vísindamanns við Háskóla Íslands. Grein, sem byggir á rannsókn á styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti sem Sigurður Reynir leiddi, var birt nú í vikunni í tímaritinu Geochemical Perspectives Letters sem gefið er út af Evrópusamtökum vísindamanna á sviði jarðefnafræði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Greinina má lesa hér. „Gosið í Holuhrauni, spúði eitruðu brennisteinsdíoxíði (SO2) yfir stór svæði í Evrópu en gosið var hið stærsta á Íslandi frá Skaftáreldum sem stóðu frá 1783 til 1784. Eldgosið í Holuhrauni varði í sex mánuði frá 31. ágúst 2014 til 27. febrúar 2015,“ segir í tilkynningunni.Stærsta eldgos á Íslandi í 200 ár Brennisteinsdíoxíð í miklu magni getur haft slæm áhrif á heilsu manna. Það getur haft áhrif á öndun og ert augu, nef og háls. Auk þess getur mikill styrkur þess í lofti valdið hósta, öndunarsjúkdómum og óþægindum í brjósti. Sigurður Reynir segir styrk brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti hér á landi hafa farið langt yfir heilsufarsmörk og að áhrifanna hafi einnig gætt víða í Evrópu. „Þetta var stærsta eldgos á Íslandi frá Skaftáreldum fyrir 200 árum en það var mun stærra en þetta. Flestir Íslendingar urðu varir við mengun frá gosinu í Holuhrauni," segir Sigurður Reynir. Sigurður Reynir er vísindamaður við Háskóla Íslands.Mynd/Aðsend„Sem betur fer gætti þó mengunarinnar mest á svæðum sem ekki eru í byggð. Við vorum einnig heppin með þann tíma sem gosið stóð yfir og ekki síður með veðrið. Það sama á við um meginland Evrópu. Meðalhraði vinds er mun meiri að vetrinum en að sumarlagi og þess vegna dreifðist brennisteinsmökkurinn og styrkur brennisteinsdíoxíðs lækkaði í andrúmslofti við dreifinguna. Í þessum mikla vindi barst gasið hratt frá landinu áður en brennisteinsdíoxíðið breyttist í brennisteinssýru. Að auki hafði skammdegið jákvæð áhrif þar sem sólarljós er þá af skornum skammti sem kom í veg fyrir óæskileg efnahvörf og því umbreyttist lítill hluti af brennisteinsdíoxíði eða SO2 í H2SO4 eða í brennisteinssýru sem er afar skaðleg heilsu fólks.“ Sigurður segir stöðuna hafa virst hvað versta í september í fyrra. Þá hafi rannsóknarteymið haft áhyggjur af því að stærra gos gæti verið í aðsigi en raunin varð.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira