Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júlí 2015 20:40 Við Hafnarstéttina eru veitingahús og staðir þar sem eflaust er hægt að komast á salernið. Vísir/Pjetur Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira