Þorvaldur kastaði upp í klefanum og kemst ekki í sumarbústað til konunnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2015 22:32 Þorvaldur Árnason alveg að fara að kasta upp á leið til búningsklefa í hálfleik í vesturbænum í kvöld. vísir/stefán Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari, gat ekki dæmt seinni hálfleikinn í viðureign KR og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Þorvaldur fékk boltann í höfuðið eftir spyrnu Atla Sigurjónssonar, miðjumanns Breiðabliks, í fyrri hálfleiknum og féll til jarðar. Dómarinn kláraði fyrri hálfleikinn en kastaði upp á leiðinni til búningsklefa og hélt svo áfram þar. „Hann ældi allt út í klefanum, greyið strákurinn. Svo talaði hann bara tóma vitleysu - meira en venjulega,“ sagði Þóroddur Hjaltalín, fjórði dómari leiksins og góðvinur Þorvaldar, léttur við Vísi rétt áðan. „Þorvaldur er sennilega með heilahristing og líklegt að hann verði á sjúkrahúsi yfir nótt. Þetta leit bara ekki nógu vel út. Skotið hjá Atla var ekki fast en mikið svakalega hefur hann hitt Þorvald illa,“ bætir Þóroddur við. Þorvaldur fær boltann í höfuðið Þóroddur var mættur í Vesturbæinn til að horfa á leikinn en endaði sem fjórði dómari þegar Smári Stefánsson, aðstoðardómari 2, meiddist. Erlendur Eiríksson, sem átti að vera fjórði dómari, fór þá á línuna. Erlendur þurfti svo að dæma seinni hálfleikinn þegar Þorvaldur meiddist og kom Jóhann Gunnar Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik á línuna. „Það er magnað hvað það þarf marga dómara til að dæma einn leik,“ sagði Þóroddur og hló dátt. Sem fyrr segir eru Þorvaldur og Þóroddur góðir vinir og voru þeir á leið norður í land í sumarbústað þar sem konurnar þeirra eru búnar að koma sér fyrir. „Við vorum á leið í sumarfrí saman en það verður eitthvað að bíða. Ég keyri bara einn norður núna,“ sagði Þóroddur Hjaltalín. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Þorvaldur Árnason, milliríkjadómari, gat ekki dæmt seinni hálfleikinn í viðureign KR og Breiðabliks í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Þorvaldur fékk boltann í höfuðið eftir spyrnu Atla Sigurjónssonar, miðjumanns Breiðabliks, í fyrri hálfleiknum og féll til jarðar. Dómarinn kláraði fyrri hálfleikinn en kastaði upp á leiðinni til búningsklefa og hélt svo áfram þar. „Hann ældi allt út í klefanum, greyið strákurinn. Svo talaði hann bara tóma vitleysu - meira en venjulega,“ sagði Þóroddur Hjaltalín, fjórði dómari leiksins og góðvinur Þorvaldar, léttur við Vísi rétt áðan. „Þorvaldur er sennilega með heilahristing og líklegt að hann verði á sjúkrahúsi yfir nótt. Þetta leit bara ekki nógu vel út. Skotið hjá Atla var ekki fast en mikið svakalega hefur hann hitt Þorvald illa,“ bætir Þóroddur við. Þorvaldur fær boltann í höfuðið Þóroddur var mættur í Vesturbæinn til að horfa á leikinn en endaði sem fjórði dómari þegar Smári Stefánsson, aðstoðardómari 2, meiddist. Erlendur Eiríksson, sem átti að vera fjórði dómari, fór þá á línuna. Erlendur þurfti svo að dæma seinni hálfleikinn þegar Þorvaldur meiddist og kom Jóhann Gunnar Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik á línuna. „Það er magnað hvað það þarf marga dómara til að dæma einn leik,“ sagði Þóroddur og hló dátt. Sem fyrr segir eru Þorvaldur og Þóroddur góðir vinir og voru þeir á leið norður í land í sumarbústað þar sem konurnar þeirra eru búnar að koma sér fyrir. „Við vorum á leið í sumarfrí saman en það verður eitthvað að bíða. Ég keyri bara einn norður núna,“ sagði Þóroddur Hjaltalín.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira