Þorsteinn: Deildin er ekki í neinu stórtapi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júlí 2015 16:01 Þorsteinn Magnússon. vísir/stefán Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar að senda öllum íbúum Reykjanesbæjar yfir 18 ára aldri valgreiðslu upp á 3.000 krónur til þess að styðja við rekstur deildarinnar. „Nei, það er langt í frá að við séum gjaldþrota," segir Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, spurður hvort ástæðan fyrir nýrri söfnun knattspyrnudeildar sé sú að deildin sé í vondum málum. „Við erum líka að sækjast eftir meðlimum í knattspyrnudeildina sem og að biðja um pening." Keflavík situr á botni Pepsi-deildar karla, hefur rekið eitt þjálfarateymi og sjö erlendir leikmenn hafa komið inn í leikmannahópinn en tveir farið til baka. „Við erum búnir að fara í kostnaðarsamar aðgerðir í sumar og vantar smá stuðning við þær." Formaðurinn viðurkennir að deildin hafi farið fram úr fjárhagsáætlunum í sumar. „Við höfum ekki farið langt fram úr okkur," segir Þorsteinn sem ritaði grein á heimasíðu Víkurfrétta undir fyrirsögninni „Oft er þörf en nú er nauðsyn!" Samkvæmt hans orðum er neyðin nú ekki mikil. „Við erum ekkert í neinu stórtapi. Deildin er þokkalega rekin og litlar skuldir á henni. Við erum bara að reyna að standa í skilum við það sem við höfum lofað og afmarka tap í lokin."Sjá einnig: Keflavík vill fá pening frá bæjarbúum Þetta er í annað sinn sem knattspyrnudeildin fer þessa óvenjulega fjáröflunarleið en það gerði hún einnig árið 2008. „Það gekk bara nokkuð vel. Það var fullt af fólki sem borgaði þá og sýndi stuðning við félagið sitt," segir Þorsteinn en ef hann fengi engan stuðning hvað kæmi deildin þá út í miklum mínus í lok sumars? „Ég er ekki farinn að taka það saman en það er ekkert stórt. Við þurfum ekkert mikla aðstoð," segir Þorsteinn en af hverju skrifar hann þá að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn? „Það er alltaf nauðsynlegt að fá smá aðstoð. Ég vildi ekki meina að það væri nauðsyn þannig. Þetta var bara sett upp svona svo það myndi grípa fólk." Þorsteinn segir einnig að félagið sé enn á höttunum eftir leikmönnum og sagði að nú væri í skoðun að taka nýjan markvörð þar sem Richard Arends væri farinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Knattspyrnudeild Keflavíkur ætlar að senda öllum íbúum Reykjanesbæjar yfir 18 ára aldri valgreiðslu upp á 3.000 krónur til þess að styðja við rekstur deildarinnar. „Nei, það er langt í frá að við séum gjaldþrota," segir Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, spurður hvort ástæðan fyrir nýrri söfnun knattspyrnudeildar sé sú að deildin sé í vondum málum. „Við erum líka að sækjast eftir meðlimum í knattspyrnudeildina sem og að biðja um pening." Keflavík situr á botni Pepsi-deildar karla, hefur rekið eitt þjálfarateymi og sjö erlendir leikmenn hafa komið inn í leikmannahópinn en tveir farið til baka. „Við erum búnir að fara í kostnaðarsamar aðgerðir í sumar og vantar smá stuðning við þær." Formaðurinn viðurkennir að deildin hafi farið fram úr fjárhagsáætlunum í sumar. „Við höfum ekki farið langt fram úr okkur," segir Þorsteinn sem ritaði grein á heimasíðu Víkurfrétta undir fyrirsögninni „Oft er þörf en nú er nauðsyn!" Samkvæmt hans orðum er neyðin nú ekki mikil. „Við erum ekkert í neinu stórtapi. Deildin er þokkalega rekin og litlar skuldir á henni. Við erum bara að reyna að standa í skilum við það sem við höfum lofað og afmarka tap í lokin."Sjá einnig: Keflavík vill fá pening frá bæjarbúum Þetta er í annað sinn sem knattspyrnudeildin fer þessa óvenjulega fjáröflunarleið en það gerði hún einnig árið 2008. „Það gekk bara nokkuð vel. Það var fullt af fólki sem borgaði þá og sýndi stuðning við félagið sitt," segir Þorsteinn en ef hann fengi engan stuðning hvað kæmi deildin þá út í miklum mínus í lok sumars? „Ég er ekki farinn að taka það saman en það er ekkert stórt. Við þurfum ekkert mikla aðstoð," segir Þorsteinn en af hverju skrifar hann þá að oft hafi verið þörf en nú sé nauðsyn? „Það er alltaf nauðsynlegt að fá smá aðstoð. Ég vildi ekki meina að það væri nauðsyn þannig. Þetta var bara sett upp svona svo það myndi grípa fólk." Þorsteinn segir einnig að félagið sé enn á höttunum eftir leikmönnum og sagði að nú væri í skoðun að taka nýjan markvörð þar sem Richard Arends væri farinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira