Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám jakob bjarnar skrifar 13. júlí 2015 09:19 Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“ Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira