"Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:02 Gísli Ólafsson sinnti hjálparstarfi í Nepal og sagði sögu sína á TEDxReykjavík viðburðinum í lok maí. Vísir/Roman Gerasymenko Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“ Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Gísli Ólafsson hefur sinnt hjálparstarfi víðsvegar um heiminn. Hann fór meðal annars til Afríku þegar e-bóla tók að breiðast út á ógnarhraða í Líbíu og til Nepal eftir að jarðskjálfti rétt fyrir utan Katmandú tók líf tíu þúsund einstaklinga. Hann segir að það sem hjálpi honum að halda áfram mannúðarstarfi ár eftir ár sé að líta á hvert það litla skref í áttina að því að hjálpa manneskju í neyð sem framför og að taka hverja litla jákvæða tilfinningu sem hlýst af því að aðstoða og geyma í hjarta sínu. Þetta kom fram í TEDxReykjavík fyrirlestri Gísla nú í maí. Fyrirlesturinn má sjá hér að neðan en óhætt er að segja að saga Gísla setji hlutina í samhengi.Vill koma fólki í skilning um hvað felst í hjálparstarfi „Fyrir 48 stundum var ég á stórslysasvæði. Fyrir 48 stundum andaði ég enn að mér rykinu eftir jarðskjálfta sem varð tíuþúsund manns að bana. Fyrir 48 stundum var enn nálykt í nefinu á mér. Fyrir 48 stundum var jörðin undir fótum mér enn titrandi eftir eftirskjálfta.“ Gísli hóf fyrirlesturinn á þessum áhrifaríku orðum. Hann sagðist vilja fræða áheyrendur um raunveruleika þess sem helgar lífi sínu hjálparstarfi þar sem ótalmargir hefðu lýst því yfir við hann að þeir myndu elska að gera það sem hann gerir. Gísli lýsir því í fyrirlestrinum hvernig erfitt sé að koma fólkinu sem hann elskar í skilning um upplifun sína af hjálparstarfi á landsvæðum þar sem hörmungar hafa dunið yfir og af hverju hann geri það sem hann gerir. „Fyrir 48 stundum var ég í allt öðrum heimi,“ segir Gísli. „Svo kem ég heim til fæðingarlands míns og heyri allar þessar umkvartanir um fyrstu heims vandamál.“ Hann segir erfitt að útskýra sárafátækt fyrir manneskju sem býr í landi þar sem öll helstu gæði eru við höndina.Lausnin í litlu hlutunum En Gísli gefur áheyrendum líka lausnina að því að sinna starfi hans. „Hvert skref sem ég tek er skref í áttina að því að lina þjáningar einhvers,“ útskýrir hann. Hann bendir á að mikilvægt sé að einblína á það sem hægt sé að gera í stað alls þess sem ekki er hægt að koma í veg fyrir eða láðist að koma í veg fyrir. „Við getum ekki bjargað heiminum,“ segir hann en að það sé svo margt sem við getum gert. Fyrirlestur Gísla má sjá í myndbandinu hér að neðan. Ein ummæli eru undir myndbandinu en þau lýsa vel fyrirlestri Gísla. Í ummælunum stendur: „Powerful.“ Eða „Áhrifamikið.“
Ebóla Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10 „Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00 Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31 „Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Þakklátastur fyrir að hafa lent í fangelsi „Venjur okkar eru svo vel forritaðar í móðurtölvuna okkar að við efumst sjaldan um þær.“ 25. júní 2015 12:10
„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Hermann Jónsson sagði frá því hvernig hann ætlar að verða besti pabbi í heimi. 18. júní 2015 14:00
Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Fólk mun skiptast í upp- og niðursinnaða. 3. júlí 2015 16:31
„Mest af lýðræði okkar er orðið einræði“ Formaður flokksins sem mælist stærstur í skoðanakönnunum um þessar mundir segir kerfið sem við búum við úrelt, þjóna sjálfu sér og að hver og einn geti breytt samfélaginu. 19. júní 2015 16:29