Matvælastofnun kortleggur útbreiðslu lúsmýs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 14:09 Húsakynni Matvælastofnunar. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31