Matvælastofnun kortleggur útbreiðslu lúsmýs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 14:09 Húsakynni Matvælastofnunar. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri. Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Matvælastofnun hefur nú hafið vöktun á lúsmýi í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands. Ástæðan fyrir þörf á vöktuninni er m.a. sú að þessi flugnategund getur borið veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum. Gildrum hefur verið komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu og fyrirhugað er að setja þær upp á hverju sumri héðan í frá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. MAST segir það áhyggjuefni ef þessi tegund nær fótfestu hér á landi þar sem nokkrar undirtegundir hennar eru þekktar fyrir að bera tilteknar veirur milli dýra, sem valda alvarlegum sjúkdómum í búfé. Meðal annars er um að ræða blátunguveiru sem hefur verið að færast norður eftir Evrópu á síðustu árum. Blátunga er sjúkdómur í sauðfé, geitum og nautgripum. Helstu einkenni sjúkdómsins eru hár hiti, slefa, bólgur í andliti og tungu, og tungan verður í sumum tilvikum blá. Annar sjúkdómsvaldur sem lúsmýið getur borið milli dýra er veira sem uppgötvaðist fyrst í Schmallenberg í Þýskalandi árið 2011 og hefur verið kennd við þann stað. Sú veira veldur vansköpun á fóstrum kúa, kinda og geita. Til viðbótar dreifingu sjúkdóma er þessi flugnategund þekkt fyrir að valda ofnæmisviðbrögðum í húð hrossa, hinu svonefnda sumarexemi, sem hrjáir oft íslensk hross sem flutt hafa verið til útlanda. Fram til þessa hefur ekki verið talin hætta á að upp kæmu faraldrar af völdum blátungu- og Schmallenberg veira hér á landi, jafnvel þótt þær bærust til landsins, þar sem talið hefur verið að flugurnar sem bera þær milli dýra hafi ekki náð að festa sig í sessi. Stofnunin pantaði gildrur sem bárust til landsins í vor og nú hefur þeim verið komið fyrir í samstarfi við nokkrar Náttúrustofur og Landbúnaðarháskóla Íslands, sem munu fylgjast reglubundið með þeim. Stefnt er að því að setja gildrurnar upp á hverju sumri.
Lúsmý Tengdar fréttir Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00 Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00 Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Lúsmý hefur herjað á marga staði á suðvesturhorni landsins, meðal annars Mosfellsbæ, Grafarvog, Kópavog og Hafnarfjörð. Þeim hefur fjölgað sem hafa verið illa bitnir. Náttúrufræðistofnun Íslands leitar skýringa. Læknir mælir með sterakremi. 3. júlí 2015 07:00
Lúsmý ekki eins áberandi Vágesturinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarna daga. Nafnið á tegundinn enn ekki staðfest. 13. júlí 2015 08:00
Vifta gæti fælt lúsmýið frá: „Þetta virðast vera ansi æst og árasargjörn kvikindi“ Ofnæmisfræðingur segir þennan mýflugustofn hafa lengri líftíma en vanalegt er. 2. júlí 2015 18:31