Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 17:06 Hér má sjá ferðamanna pissa á Þingvöllum. vísir/pjetur Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Starfsfólk þjóðgarðsins á Þingvöllum segir að dæmi séu um að leiðsögumenn hvetji gesti sína til að greiða ekki fyrir salerni sem boðið er upp á í þjóðgarðinum. Að auki lendi starfsfólk á stöðum þar sem salernin eru frí í því að tína upp saur eftir fólk í kringum húsin. Engin leið sé að koma í veg fyri sóðaskap sumra gesta Þingvalla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsfólksins sem birt er inn á þingvellir.is. Í tilkynningunni kemur fram að salerni þjóðgarðsins séu alls 56. Það er sama hvar þú sért staddur á Þingvöllum, aldrei séu meira en 1.300 metrar á salerni. Þinghelgin er það svæði sem ferðamenn heimsækja mest á Þingvöllum og teygir heimsóknasvæði ferðamanns nokkuð víða. Bygging varanlegra salerna og byggingar þeim tengdum er skipulagsskyld og er gert ráð fyrir því að bæta salernisaðstöðu í norðurhluta þinghelgarinnar þegar endurskoðun stefnumótunar liggur fyrir. „Það er ljóst að nálægð við salerni breytir ekki öllum ósiðum sumra ferðamanna sem víla ekki fyrir sér að gera þarfir sínar utandyra. Á salernunum á Hakinu er innheimt 200 kr gjald en þrátt fyrir að þar sé hægt að ganga að hreinum og góðum salernum eru iðulega ferðamenn sem ekki vilja greiða og ganga þess í stað út fyrir og gera þarfir sínar á húsvegginn í allra augsýn. Þurfti nýlega að girða þar af til hindra að sú hegðan héldi áfram.“ Í þjóðgarðinum þarf að huga vel að fráveitu þar sem um Þingvallavatn gilda lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns sem gerir mun ríkari kröfur til fráveitumála þess vegna er nú mest allri seyru ekið í burtu úr þjóðgarðinum og fargað. Einnig þarf að gæta vel að ásýnd þinghelgarinnar ekki síst í nálægð Þingvallakirkju og Þingvallabæjar. Óhugsandi sé að setja þar niður áberandi salernishús eða bráðabirgðakamra eins og kemur fram í yfirlýsingunni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Gestir á Þingvöllum kúka við grafreiti Einars Ben og Jónasar Hallgrímssonar "Við leiðsögumenn erum í því að afsaka gerðir stjórnvalda í hvert sinn sem við komum á þessa staði,“ segir Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður um ástand salernismála á ferðamannastöðum. 15. júlí 2015 07:00