Heimir: Dómarinn með týpískan sænskan hroka Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 16. júlí 2015 21:41 Heimir og lærisveinar hans eru í vondri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Inter Bakú. vísir/ernir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum súr í broti eftir 1-2 tap Fimleikafélagsins fyrir aserska liðsins Inter Bakú í kvöld. FH-ingar voru í góðri stöðu í hálfleik, 1-0 yfir og með góð tök á leiknum. En það breyttist allt eftir nokkura mínútna leik í seinni hálfleik þegar gestirnir fengu víti og Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, að líta rauða spjaldið. Nika Kvekveskiri jafnaði metin úr vítaspyrnunni og á 61. mínútu skoraði varamaðurinn Dhiego Martins sigurmark Inter Bakú. "Við vorum með góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og það sem við vorum að gera gekk vel upp," sagði Heimir í samtali við blaðamenn eftir leikinn. "En eins og í þessum leikjum sem öðrum er dýrt að gera mistök. Við köstuðum þessu hálfpartinn frá okkur. En ég tek hattinn ofan fyrir leikmönnum FH sem lögðu allt í leikinn einum færri og þetta einvígi er ekki búið," bætti Heimir við en hvernig horfði vítaspyrnudómurinn og rauða spjaldið við honum? "Þetta var röð mistaka en mér fannst eins og brotið væri fyrir utan teig. En ef hann var sloppinn í gegn var rautt spjald réttur dómur," sagði Heimir sem var ekki ánægður með frammistöðu sænska dómarans, Michael Lerjeus, í kvöld. "Mér fannst dómgæslan ekki góð í þessum leik. Ég tjái mig vanalega ekki um dómgæslu en mér fannst þeir fá að þæfa leikinn eins og þeir vildu án þess að það væri gert mikið í því. "Svo fannst mér dómarinn vera með týpískan sænskan hroka og hann mátti varla vera að því að dæma þennan leik sem var of lítill fyrir hans egó." Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Heimir FH eiga ágætis möguleika í seinni leiknum í Bakú eftir viku. "Við gerum okkur grein fyrir því að það er mikill munur á þessu liði á heima- og útivelli. En ef við leggjum hart að okkur og spilum skynsamlega eigum við möguleika og þetta einvígi er ekki búið. Og FH spilar venjulega vel á útivelli í Evrópukeppni," sagði Heimir að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Sjá meira