Innlent

Dæmdur fyrir hnefahögg á tjaldstæði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var gestur á hátíðinni Fiskideginum mikla á Dalvík í ágúst 2013 þar sem líkamsárásin átti sér stað.
Maðurinn var gestur á hátíðinni Fiskideginum mikla á Dalvík í ágúst 2013 þar sem líkamsárásin átti sér stað. Vísir/Kristján Hjálmarsson
22 ára gamall karlmaður af Suðurnesjum hefur verið dæmdur í fjögurra dóma skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt annan karlmann með krepptum hnefa í andlitið á tjaldstæði ofan við sundlaug Dalvíkur í ágúst 2013. Þá helgi fór Fiskidagurinn mikli fram í bænum. Sami maður hlaut skilorðsbundinn þriggja mánaða dóm í mars fyrir kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku.

Maðurinn játaði líkamsárásina skýlaust í Héraðsdómi Reykjaness sem kvað upp dóm sinn í gær. Sá sem fyrir árásinni varð hlaut grunnan skurð, bólgur og mar á kinnbeini auk þess sem gleraugu hans brotnuðu. Bótakröfu hans var vísað frá dómi.

Karlmaðurinn 22 ára hlaut dóm í febrúar fyrir að hafa tekið upp kynmök sem hann átti við 16 ára gamla stúlku í mars 2013. Þá var hann tvítugur. Maðurinn játaði sömuleiðis brot sitt þá en tók fram að hann hefði ekki sýnt neinum umrætt myndefni og einnig eytt því.

Dómar í báðum málum voru kveðnir upp tveimur árum eftir að atburðirnir áttu sér stað.

Nýja dóminn má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×