Innlent

Aukin þjónusta við enskumælandi lesendur Vísis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það stefnir í metfjölda ferðamanna á Íslandi í ár.
Það stefnir í metfjölda ferðamanna á Íslandi í ár. Vísir/GVA
Vísir og Iceland Magazine hafa hafið samstarf við að þjónusta enskumælandi lesendur, hvort sem er þá sem búsettir eru hér á landi eða ferðalangar á leiðinni til Íslands.

Þær fréttir á Vísi sem skrifaðar hafa verið á ensku til þessa munu nú birtast á Iceland Magazine en hlekki á síðuna má nálgast í hausnum á Vísi. Þá má einnig fara beint á síðuna sem er á slóðinni icelandmag.visir.is.

Er það von beggja aðila að lesendur kunni að meta breytinguna og úr verði öflugri efnisveita þangað sem enskumælandi geta sótt helstu fréttir frá Íslandi og umfjöllun er tengist ferðamannaiðnaðinum hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.