Óvíst að lögin nái í gegn í kvöld Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:15 vísir/stefán BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
BHM, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefnd ríkisins hafa rúmar tvær vikur til að ná kjarasamningum áður en deilu þeirra verður vísað til kjaradóms sem Hæstiréttur skipar, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem stöðvar verkfalsaðgerðir. Óvíst er hvort frumvarpið nær að verða að lögum í kvöld. Það hefur legið í loftinu undanfarna daga að ríkisstjórnin hyggðst setja lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga og í gærkvöldi dró til tíðinda. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu um klukkan átta í gærkvöldi en að honum loknum voru forystumenn stjórnmálaflokkanna upplýstir um málið. Ráðherrar vildu lítið segja að loknum þessum aukafundi ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þó að öllum hafi verið ljóst mjög lengi að verkföllunum yrði að ljúka. „Eru ekki allir sammála um að það náist ekki sátt,“ sagði ráðherrann. En það kom mörgum á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skyldi ekki mæla fyrir frumvarpinu eins og hefð er fyrir heldur einmitt atvinnuvegaráðherra og það við lítinn fögnuð stjórnarandstöðunnar. „Það eru ætíð þung skref fyrir hvern ráðherra og hverja ríkisstjórn og að sjálfsögðu líka fyrir Alþingi allt, að fjalla um frumvarp sem tekur á slíkum verkefnum. Réttur fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða til að knýja á um kjarabætur er verndaður og við viljum vernda hann í lengstu lög,“ sagði Sigurður Ingi þegar hann mælti fyrir málinu. En áður en kom að því áttu sér heitar umræður á þinginu um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. „Virðulegi forseti. Sú staða sem upp er kominn hér í þinginu og okkar samfélagi er skipbrot stjórnunarstíls sem felst í því að tala helst ekki saman,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Þessi ríkisstjórn ræður ekki við verkefnin sín. Við erum búin að bjóða upp á samtal um þetta aftur og aftur. Ef það hefur verið komið fram við viðsemjendur ríkisins með sama hætti og stjórnarandstöðuna hér þá skil ég vel að það sé allt í uppnámi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um kjarkleysi fyrir að mæla ekki fyrir frumvarpinu. „Svo tala menn um kjarkleysi hér. Hver var það sem þorði að standa uppi í hárinu á kröfuhöfunum? Ekki háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson. Hver var það sem þorði að taka Icesave? Ekki háttvirtur þingmaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Og hver þorði að lækka lán heimilanna? Ekki Samfylking og ekki Vinstri græn. Hvar er kjarkurinn, hvar er kjarkurinn? Hræsni stjórnarandstöðunnar er það sem stendur upp úr og hefur alltaf gert,“ messaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfir þingheimi og uppskar mikil framíköll. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata kom næstur í Pontu og átti erfitt með að fela forundran sína á stormandi ræðu utanríkisráðherra. „Virðulegi forseti.Ég var ekki í seinustu ríkisstjórn. Ég var ekki á þingi á síðasta kjörtímabili. Og hæstvirtur ráðherra getur ekki sem rök að stjórnarandstaðan hafi verið svona eða hinsegin á síðasta kjörtímabili. Hæstvirt ríkisstjórn og hæstvirtir ráðherrar þurfa að geta réttlæt sínar eigin gjörðir á sínum eigin forsendum,“ sagði Helgi Hrafn.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira