Lífið

Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Belle & Sebastian.
Belle & Sebastian.

Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn.

Hljómsveitin hefur verið starfrækt undanfarin nítján ár eða síðan hún var stofnuð í Glasgow árið 1996. Er hún því á sínu tuttugasta starfsári en sveitin hefur sent frá sér níu plötur.

Belle & Sebastian spilar á opnunarkvöldinu á Ásbrú og fróðlegt verður að sjá hvaða lög sveitin mun taka. Hún hefur áður sótt Ísland heim en sveitin spilaði á Bræðslunni á Borgarfirði Eystra sumarið 2006 og svo á NASA í Reykjavík.

Spennandi verður að sjá hvaða lög sveitin mun spila á fimmtudaginn en hér að neðan má líta á lista yfir lögin sem Skotarnir spiluðu á Glastonbury hátíðinni um liðna helgi. Vísir hefur tekið lögin saman á YouTube playlista sem má hlusta á að neðan.

Nobody's Empire
I'm a Cuckoo
The Party Line
Another Sunny Day
Allie
Perfect Couples
Lord Anthony
Dear Catastrophe Waitress
If You Find Yourself Caught in Love
The Boy With the Arab Strap
I Didn't See It ComingAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.