Árásin átti sér í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni.
Click here for an english version.
Svæðinu var lokað af lögreglunni skömmu síðar en mikill viðbúnaður er í Laugardalnum vegna tónlistarhátíðarinnar.
Heimildir Vísis herma að mennirnir að baki árásinni séu landsþekktir tónlistarmenn sem Bam Margera hafði verið að ónáða fyrr um kvöldið. Það hafi endað með því að heljarinnar slagsmál brutust út og Bam legið óvígur eftir.
Bam hefur vakið mikla athygli hér á landi. Hann heimsótti Ísland árin 2012 og 2013. Í fyrra skiptið olli hann tjóni á Land Cruiser bifreið í eigu bílaleigunnar Hertz og var handtekinn þegar hann kom til landsins. Hann var aftur á móti hinn rólegasti þegar hann var handtekinn og gerði upp skuldina við bílaleiguna.
Uppfært 00:05
Að sögn Ósk Gunnarsdóttur, sem er talsmaður hátíðarinnar, hafði Bam Margera verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergið en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar.
Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar.
Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bam Margera got lost on the way to the stage. He still looks awesome. @BamMargeraFans_ #SecretSolstice @mashable pic.twitter.com/wsC7LbhlNI
— Shawn Forno (@leftyscissor) June 20, 2015