Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 23:54 Bam Margera steig á stokk fyrr í kvöld. Ráðist var á tónlistarmanninn og Jackass-meðliminn Bam Margera á Secret Solstice-hátíðinni í kvöld. Árásin átti sér í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni.Click here for an english version. Svæðinu var lokað af lögreglunni skömmu síðar en mikill viðbúnaður er í Laugardalnum vegna tónlistarhátíðarinnar. Heimildir Vísis herma að mennirnir að baki árásinni séu landsþekktir tónlistarmenn sem Bam Margera hafði verið að ónáða fyrr um kvöldið. Það hafi endað með því að heljarinnar slagsmál brutust út og Bam legið óvígur eftir. Bam hefur vakið mikla athygli hér á landi. Hann heimsótti Ísland árin 2012 og 2013. Í fyrra skiptið olli hann tjóni á Land Cruiser bifreið í eigu bílaleigunnar Hertz og var handtekinn þegar hann kom til landsins. Hann var aftur á móti hinn rólegasti þegar hann var handtekinn og gerði upp skuldina við bílaleiguna.Uppfært 00:05Að sögn Ósk Gunnarsdóttur, sem er talsmaður hátíðarinnar, hafði Bam Margera verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergið en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bam Margera got lost on the way to the stage. He still looks awesome. @BamMargeraFans_ #SecretSolstice @mashable pic.twitter.com/wsC7LbhlNI— Shawn Forno (@leftyscissor) June 20, 2015 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Ráðist var á tónlistarmanninn og Jackass-meðliminn Bam Margera á Secret Solstice-hátíðinni í kvöld. Árásin átti sér í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni.Click here for an english version. Svæðinu var lokað af lögreglunni skömmu síðar en mikill viðbúnaður er í Laugardalnum vegna tónlistarhátíðarinnar. Heimildir Vísis herma að mennirnir að baki árásinni séu landsþekktir tónlistarmenn sem Bam Margera hafði verið að ónáða fyrr um kvöldið. Það hafi endað með því að heljarinnar slagsmál brutust út og Bam legið óvígur eftir. Bam hefur vakið mikla athygli hér á landi. Hann heimsótti Ísland árin 2012 og 2013. Í fyrra skiptið olli hann tjóni á Land Cruiser bifreið í eigu bílaleigunnar Hertz og var handtekinn þegar hann kom til landsins. Hann var aftur á móti hinn rólegasti þegar hann var handtekinn og gerði upp skuldina við bílaleiguna.Uppfært 00:05Að sögn Ósk Gunnarsdóttur, sem er talsmaður hátíðarinnar, hafði Bam Margera verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergið en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bam Margera got lost on the way to the stage. He still looks awesome. @BamMargeraFans_ #SecretSolstice @mashable pic.twitter.com/wsC7LbhlNI— Shawn Forno (@leftyscissor) June 20, 2015
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira