Íslenski boltinn

Tryggvi: Engar breytingar væntanlegar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi og Jóhannes.
Tryggvi og Jóhannes. Vísir/Stefán
Eins og áður hefur komið fram mun Jóhannes Harðarson taka sér frí frá störfum sínum sem þjálfara ÍBV vegna veikinda í fjölskyldu hans.

Tryggvi Guðmundsson, aðstoðarþjálfari hans, og Ingi Sigurðsson mun stýra liði ÍBV gegn Breiðabliki um helgina í fjarveru Jóhannesar.

„Þetta er auðvitað leiðinleg staða sem upp er komin en með þessari lausn erum við búnir að taka á því sem snýr að liðinu,“ sagði Tryggvi í samtali við Vísi í dag.

„Það er ekki nokkur spurning að þetta mun þetta okkur saman sem hóp. Ég á ekki vona á öðru,“ segir Tryggvi sem segir engra breytinga þörf vegna brotthvarfs Jóhannesar nú.

„Við höldum okkur á þeirri línu sem verið hefur. Undirbúningurinn fyrir þennan leik verður ekki annar en fyrir aðra leiki,“ sagði Tryggvi.

„Við höfum verið við hlið Jóa í vetur og sumar og þá hefur Ingi verið mikið í kringum liðið. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×