Innlent

Birkið í sérstöku uppáhaldi hjá Vigdísi

Tré voru gróðursett á um áttatíu stöðum um land allt í dag í tilefni 35 ára afmælis forsetakjörs Vigdísar Finnbogadóttur sem verður á mánudaginn. Skógrækt, landgræðsla og náttúruvernd hafa verið Vigdísi hugleikin í gegnum tíðina, en hún segir íslenska birkið í sérstöku uppáhaldi.  

Skógræktarfélög um land allt stóðu fyrir hátíðardagskrám í blíðviðrinu í dag í tilefni þessara tímamóta. Í Vigdísarlaut í Borgarnesi voru gróðursett þrjú tré en það er vísun í hefð sem Vigdís tók snemma upp í forsetatíð sinni, að færa æskunni gróður þegar hún heimsótti fólkið í landinu. Gróðursetti hún þá þrjú tré á þeim stöðum sem hún heimsótti. Eitt fyrir drengi, annað fyrir stúlkur og það þriðja fyrir komandi kynslóðir.

Þórhildur Þorkelsdóttir hitti Vigdísi í Borgarnesi í dag og ræddi við hana eins og sést í myndbandinu hér að ofan. 









Fleiri fréttir

Sjá meira


×