Ræðan sem allir eru að tala um: Eins og Ísland stækki í hvert sinn sem við segjum Vigdís Finnbogadóttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 10:31 Vigdís við Arnarhól í gærkvöldi. Vísir/Valli Því var fagnað á Arnarhóli í gærkvöldi að í dag, 29. júní, eru 35 ár liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Embættinu gegndi hún í fjögur kjörtímabil eða til ársins 1996. Fjölmenni fagnaði ásamt forsetanum fyrrverandi í gærkvöldi, ræður voru haldnar og tónlist flutt. Meðal þeirra sem fram komu var rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson. Ræða hans virtist vekja mikla lukku hjá viðstöddum og sömuleiðis þeim sem fylgdust með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Jón Kalman gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta ræðuna sem sjá má hér að neðan.Íslendingar mættu vopnaðir regnhlífum en örlítið rigndi á gesti.Vísir/ValliRæða Jóns KalmanKona sem forseti Íslands, meiri helvítis vitleysan, á hvaða leið er þessi heimur, sagði gamall maður við mig yfir fiskikari suður í Sandgerði fyrir 35 árum. Og bætti síðan við: Eins gott að maður sé að fara að drepast. Hann lifði blessunarlega mörg ár eftir þetta, gamli maðurinn, hélt mikið upp á Einar Ben, og elskaði konur, dásamaði þær, en þær áttu bara ekki að vera áberandi. Að vera kona, það er að skyggja ekki á aðra. Konur hafa verið undirokaðar frá upphafi tímans. Þeim hefur verið haldið niðri, meðvitað sem ómeðvitað, af tungumálinu, samfélaginu, trúarbrögðum. Í árþúsundir höfum við lifað í heimi karlmannsins. Hann er alltaf á heimavelli, konan ævinlega á útivelli. Leikreglurnar settar af karlmönnum, og sniðnar að þeim. Hið karllæga svo upphafið að jafnvel Guð varð að gera sér að góðu að vera álitinn karl. Kona sem vildi komast jafn langt og karlmaðurinn, varð að leggja helmingi meira á sig – eða þá vera helmingi betri. Sem er óréttlæti, og ævintýraleg heimska. Heimska sem er því miður ennþá við lýði í dag. Margt hefur batnað, en samt óralangt í land. Sá sem vill lifa í betri heimi, hlýtur að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Sá sem vill réttlátari heim, hlýtur að vera feministi.Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, var á meðal þeirra sem mættu á hátíðina.Vísir/ValliÞað var afrek hjá Vigdísi að ná forsetaembættinu. Og hjá þjóðinni að kjósa sér konu sem forseta; glæsilega og greinda heimsmanneskju með ræturnar djúpt í íslenskri menningu. Og það er mikilvægt, verður seint ofmetið: að hafa forseta sem er heimsmanneskja. Sem hræðist ekki heiminn eins og stundum vill henda eyjaskeggja – heimóttaskapur heitir sú hræðsla, ein birtingarmynd hennar gæti verið sú staðhæfing að það sé hættulegt að borða útlent kjöt. Heimsmanneskjan Vigdís vill stækka, dýpka og styrkja eigin menningu með því að læra af umheiminum. Vigdís horfir á heiminn og hugsar, hvernig get ég lært af honum. En hún hugsar líka: Hvernig get ég auðgað hann? Hún hugsar ekki: Hvernig get ég grætt á honum? Einhver segir, nú skal græða, en þá hugsar Vigdís ekki um peninga og kvótabrask, heldur byrjar að planta trjám. Hún var forseti Íslands og gróðursetti tré. Skildum við það á sínum tíma, meðan hún var forseti, hversu mikilvægt það var? Því það er menningin í sinni fallegustu mynd, hin djúpa hugsun: Það sem þú hlúir að í dag, veitir þér og þínum skjól og unun á morgun. Lengra frá hinni ófrjóu, pólitískri tækifærismennsku komumst við ekki. Vigdís er andstæða tækifærismennskunnar. Kannski vegna þess að menningin er órjúfanlegur hluti af persónu hennar, og gefur henni yfirsýn. Þessvegna hefur hún ætíð séð vítt, og veit að góðir hlutir gerast hægt. Hún steig aldrei upp í breiðþotur auðmanna með yfirlýsingar um að nú skyldu Íslendingar sigra heiminn. Ég held að Vigdís hafi hvorki áhuga á að sigra heiminn né að fela sig fyrir honum. Hún vill auðga heiminn. Hún er sú sem ræktar víðsýni í brjóstum fólksins. Og þessvegna er eins og Ísland stækki í hvert sinn sem við nefnum nafn Vigdísar Finnbogadóttur. Tengdar fréttir Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta Forsetinn sat kvöldverð til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans í London í síðustu viku. 29. júní 2015 10:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Því var fagnað á Arnarhóli í gærkvöldi að í dag, 29. júní, eru 35 ár liðin síðan Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Embættinu gegndi hún í fjögur kjörtímabil eða til ársins 1996. Fjölmenni fagnaði ásamt forsetanum fyrrverandi í gærkvöldi, ræður voru haldnar og tónlist flutt. Meðal þeirra sem fram komu var rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson. Ræða hans virtist vekja mikla lukku hjá viðstöddum og sömuleiðis þeim sem fylgdust með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Jón Kalman gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að birta ræðuna sem sjá má hér að neðan.Íslendingar mættu vopnaðir regnhlífum en örlítið rigndi á gesti.Vísir/ValliRæða Jóns KalmanKona sem forseti Íslands, meiri helvítis vitleysan, á hvaða leið er þessi heimur, sagði gamall maður við mig yfir fiskikari suður í Sandgerði fyrir 35 árum. Og bætti síðan við: Eins gott að maður sé að fara að drepast. Hann lifði blessunarlega mörg ár eftir þetta, gamli maðurinn, hélt mikið upp á Einar Ben, og elskaði konur, dásamaði þær, en þær áttu bara ekki að vera áberandi. Að vera kona, það er að skyggja ekki á aðra. Konur hafa verið undirokaðar frá upphafi tímans. Þeim hefur verið haldið niðri, meðvitað sem ómeðvitað, af tungumálinu, samfélaginu, trúarbrögðum. Í árþúsundir höfum við lifað í heimi karlmannsins. Hann er alltaf á heimavelli, konan ævinlega á útivelli. Leikreglurnar settar af karlmönnum, og sniðnar að þeim. Hið karllæga svo upphafið að jafnvel Guð varð að gera sér að góðu að vera álitinn karl. Kona sem vildi komast jafn langt og karlmaðurinn, varð að leggja helmingi meira á sig – eða þá vera helmingi betri. Sem er óréttlæti, og ævintýraleg heimska. Heimska sem er því miður ennþá við lýði í dag. Margt hefur batnað, en samt óralangt í land. Sá sem vill lifa í betri heimi, hlýtur að berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Sá sem vill réttlátari heim, hlýtur að vera feministi.Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, var á meðal þeirra sem mættu á hátíðina.Vísir/ValliÞað var afrek hjá Vigdísi að ná forsetaembættinu. Og hjá þjóðinni að kjósa sér konu sem forseta; glæsilega og greinda heimsmanneskju með ræturnar djúpt í íslenskri menningu. Og það er mikilvægt, verður seint ofmetið: að hafa forseta sem er heimsmanneskja. Sem hræðist ekki heiminn eins og stundum vill henda eyjaskeggja – heimóttaskapur heitir sú hræðsla, ein birtingarmynd hennar gæti verið sú staðhæfing að það sé hættulegt að borða útlent kjöt. Heimsmanneskjan Vigdís vill stækka, dýpka og styrkja eigin menningu með því að læra af umheiminum. Vigdís horfir á heiminn og hugsar, hvernig get ég lært af honum. En hún hugsar líka: Hvernig get ég auðgað hann? Hún hugsar ekki: Hvernig get ég grætt á honum? Einhver segir, nú skal græða, en þá hugsar Vigdís ekki um peninga og kvótabrask, heldur byrjar að planta trjám. Hún var forseti Íslands og gróðursetti tré. Skildum við það á sínum tíma, meðan hún var forseti, hversu mikilvægt það var? Því það er menningin í sinni fallegustu mynd, hin djúpa hugsun: Það sem þú hlúir að í dag, veitir þér og þínum skjól og unun á morgun. Lengra frá hinni ófrjóu, pólitískri tækifærismennsku komumst við ekki. Vigdís er andstæða tækifærismennskunnar. Kannski vegna þess að menningin er órjúfanlegur hluti af persónu hennar, og gefur henni yfirsýn. Þessvegna hefur hún ætíð séð vítt, og veit að góðir hlutir gerast hægt. Hún steig aldrei upp í breiðþotur auðmanna með yfirlýsingar um að nú skyldu Íslendingar sigra heiminn. Ég held að Vigdís hafi hvorki áhuga á að sigra heiminn né að fela sig fyrir honum. Hún vill auðga heiminn. Hún er sú sem ræktar víðsýni í brjóstum fólksins. Og þessvegna er eins og Ísland stækki í hvert sinn sem við nefnum nafn Vigdísar Finnbogadóttur.
Tengdar fréttir Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta Forsetinn sat kvöldverð til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans í London í síðustu viku. 29. júní 2015 10:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Forsetinn fjarverandi á hátíð til heiðurs forseta Forsetinn sat kvöldverð til heiðurs stjórnar Goldman Sachs bankans í London í síðustu viku. 29. júní 2015 10:13