Haukur Páll: Ógeðslegt að fá hráka í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 18:09 Haukur Páll Sigurðsson. Vísir/Stefán Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Sjá meira