Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 15:36 Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er einn af ákærðu í málinu. vísir/valli „Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann. Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
„Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann.
Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15