Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 15:36 Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er einn af ákærðu í málinu. vísir/valli „Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann. Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann.
Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15