Erlent

Enn leika dýrin lausum hala í Georgíu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti tólf eru látnir eftir að árin Vere flæddi yfir bakka sína í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, um helgina. Villidýr ganga laus um borgina og hefur forsætisráðherra landsins beðið íbúa um að halda sig innandyra á meðan unnið sé að því að finna öll dýrin.

Þyrlur hafa verið notaðar við leitina, sem þó hefur gengið heldur erfiðlega, enda aðstæður slæmar. Þá er enn óljóst hversu mörg dýr ganga laus eftir að þau flúðu dýragarð sem gereyðilagðist í flóðinu.

Fjölmargir misstu heimili sín í flóðinu og eru þúsundir án vatns og rafmagns. Tjónið er mikið, en það er metið á um tíu milljónir dollara, eða rúman milljarð íslenskra króna.

Í Tbilisi búa 1,2 milljónir manna og rennur áin Vere í gegnum miðbæ borgarinnar.

vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa
vísir/epa

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×