Enski boltinn

Fullyrt að Chelsea gangi frá samningi við Falcao um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Falcao var oft í hlutverki varamanns hjá United á síðustu leiktíð.
Falcao var oft í hlutverki varamanns hjá United á síðustu leiktíð. Vísir/Getty
Franska dagblaðið L'Equipe segir það sé frágengið að Chelsea muni fá sóknarmanninn Radamel Falcao í sínar raðir áður en vikan er öll.

Um lánssamning er að ræða en hann á að gilda í tólf mánuði. Falcao fór til Manchester United á samskonar samningi fyrir síðasta tímabil en félagið valdi að nýta sér ekki forkaupssrétt á Kólumbíumanninum að tímabilinu loknu.

Jose Mourinho hefur enn trú á Falcao þrátt fyrir að kappinn hafi ekki átt sitt besta tímabil á ferlinum í Manchester. Hann var þó enn að jafna sig á krossbandsslitum þegar hann kom til United síðastliðið sumar og komst aldrei almennilega í gang.

Falcao á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Monaco og Chelsea þarf að greiða 50 milljónir punda fyrir kappann næsta sumar ef það vill fá hann alfarið í sínar raðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×