Enski boltinn

Mourinho vill fá Falcao til Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Radamel Falcao átti ekki góða daga á Old Trafford.
Radamel Falcao átti ekki góða daga á Old Trafford. vísir/getty
Chelsea ætlar að reyna að fá kólumbíska framherjann Radamel Falcao í sumar, en José Mourinho er sagður hafa fulla trú á að geta komið honum aftur í gang.

Þetta fullyrðir knattspyrnuvefurinn Goal.com, en Falcao átti afskaplega dapra leiktíð með Manchester United þar sem hann var á láni frá AS Monaco.

Falcao skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 26 leikjum, en hann var fjórtán sinnum í byrjunarliðinu og var skipt út af í tíu þeirra.

Samkvæmt frétt vefsins er Mourinho ólmur í að fá Falcao eftir að ljóst var að Manchester United ætlar ekki að nýta 40 milljóna punda forkaupsrétt sinn á leikmanninum.

Falcao er sagður vilja halda áfram að spila í úrvalsdeildinni ensku, en Monaco-liðið hefur ekki efni á að halda honum innan sinna raða.

Mourinho þarf að bæta við sig framherja fyrir næsta tímabil til að styðja við Diego Costa, en Fílabeinsstendingurinn Didier Drogba spilaði sinn síðasta leik fyrir Chelsea í lokaumferðinni á nýafstaðinni leiktíð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×