Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Víkingur Ó. 4-0 | Fimmti sigur Fjölnis í röð Andri Valur Ívarsson skrifar 18. júní 2015 12:19 Fjölnismenn hafa unnið fimm leiki í röð í deild og bikar. Vísir/Vilhelm Fjölnir tók í kvöld á móti Víkingum frá Ólafsvík í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór með sigur af hólmi 4-0. Þetta var þægilegur sigur hjá Fjölnismönnum sem þeir þurftu í raun ekki að hafa mikið fyrir. Víkingar sáu aldrei til sólar af frá eru teknar fyrstu 10-15 mínútur leiksins. Á 17. mínútu skoraði Þórir Guðjónsson, maður leiksins, gott mark. Ragnar Leósson sendi boltann fyrir frá hægri þar sem Þórir stökk manna hæst og skallaði boltann í þverslánna og niður. Þórir var fyrstur til að átta sig og kom boltanum yfir línuna og Fjölnir kominn yfir. Fram að þessu hafði verið ágætis jafnræði með liðunum. Rúmri mínútu eftir markið var téður Þórir mættur út á kant vinstra megin þar sem hann sendi boltann fyrir, beint á ennið á Gunnari Má sem skallaði boltann í netið. Þetta virkaði sem köld vatnsgusa framan í Víkinga og áttu þeir í vök að verjast fram eftir hálfleiknum og máttu, ef eitthvað er, þakka fyrir að vera einungis tveimur mörkum undir í hálfleik. Ejub þjálfari Víkings náði í hálfleik að berja smá krafti í sína menn því þeir mættu nokkuð ferskir til síðari hálfleiks. Þá var sama sagan að Fjölnismenn skora og öll von var úti hjá Víkingum. Þar var að verki Aron Sigurðarson sem átti glæsilegan sprett upp frá miðjulínunni vinstra megin þaðan sem hann lék til hægri og komst í fínt skotfæri sem hann lætur ekki bjóða sér oftar en einu sinni. Boltinn söng í netinu niðri vinstra megin af löngu færi og Fjölnir kominn með þriggja marka forystu. Eftir þetta var einungis formsatriði fyrir Fjölnisstráka að klára leikinn. Áður en yfir lauk voru þeir þó búnir að bæta við fjórða markinu og klúðra nokkrum góðum færum. Það var maður leiksins Þórir Guðjónsson sem skoraði fjórða og síðasta markið. Ragnar Leósson tók aukaspyrnu úti á hægri væng, skrúfaði boltann inn á teiginn þar sem Þórir mætti og skoraði með fallegum skalla. Fjölnismenn því komnir í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins en Víkingar geta nú einbeitt sér að 1. deildinni þar sem þeir sitja í þriðja sæti.Ágúst: Sigurinn aldrei í hættu eftir að við komumst yfir „Þetta var góður sigur og ánægjulegt að vera komnir áfram í bikarnum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að leik loknum. „Mér fannst þeir vera fínir í upphafi leiks en um leið og við skoruðum var sigurinn aldrei í hættu að mínu mati. Við fengum líka fín færi og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði hann jafnframt. „Við ætlum okkur alltaf að gera betur en áður og að sigra alla leiki svo auðvitað er það markmið að komast í úrslitaleikinn og vinna bikarinn.“ Það vakti athygli að Fjölnir skipti inn á ungum leikmönnum í dag fæddum ´98 og ´99. Aðspurður hvort framtíðin væri svona björt í Grafarvoginum kvað Ágúst svo vera. „Við eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Það var fínt að leikurinn skyldi þróast með þessum hætti svo við gátum gefið ungum leikmönnum tækifæri til að spila og öðlast reynslu.“Þórir: Spiluðum virkilega vel „Við vorum að spila virkilega vel gegn erfiðu liði Víkinga og ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu minna leikmanna í þessum leik,“ sagði Þórir Guðjónsson framherji Fjölnis sem var maður leiksins í kvöld. Hann skoraði tvö falleg mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu. Þá var hann mjög duglegur í leiknum og vann mikið fyrir liðið. Þess má þó geta að leikmenn Fjölnis áttu margir hverjir prýðisleik, börðust vel og voru duglegir og sköpuðu sér nokkuð af færum.Ejub: Við vörðumst ekki nægjanlega vel „Við byrjuðum leikinn þokkalega vel og það var gott jafnvægi í leiknum. Svo kemur tveggja mínútna kafli þar sem þeir skora tvö mörk og í raun var leikurinn þá búinn. „Við gerðum þó ágætlega að klára hálfleikinn án þess að fá á okkur fleiri mörk því við áttum í erfiðleikum eftir mörkin. „Í hálfleik töluðum við um að koma inn í síðari hálfleik og reyna að skora eitt mark og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. „Við byrjuðum síðari hálfleik líka ágætlega en svo tók Aron [innsk. Sigurðarson] boltann og fór upp völlinn og kláraði þetta bara“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings að leik loknum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Fjölnir tók í kvöld á móti Víkingum frá Ólafsvík í 16 liða úrslitum Borgunarbikars karla og fór með sigur af hólmi 4-0. Þetta var þægilegur sigur hjá Fjölnismönnum sem þeir þurftu í raun ekki að hafa mikið fyrir. Víkingar sáu aldrei til sólar af frá eru teknar fyrstu 10-15 mínútur leiksins. Á 17. mínútu skoraði Þórir Guðjónsson, maður leiksins, gott mark. Ragnar Leósson sendi boltann fyrir frá hægri þar sem Þórir stökk manna hæst og skallaði boltann í þverslánna og niður. Þórir var fyrstur til að átta sig og kom boltanum yfir línuna og Fjölnir kominn yfir. Fram að þessu hafði verið ágætis jafnræði með liðunum. Rúmri mínútu eftir markið var téður Þórir mættur út á kant vinstra megin þar sem hann sendi boltann fyrir, beint á ennið á Gunnari Má sem skallaði boltann í netið. Þetta virkaði sem köld vatnsgusa framan í Víkinga og áttu þeir í vök að verjast fram eftir hálfleiknum og máttu, ef eitthvað er, þakka fyrir að vera einungis tveimur mörkum undir í hálfleik. Ejub þjálfari Víkings náði í hálfleik að berja smá krafti í sína menn því þeir mættu nokkuð ferskir til síðari hálfleiks. Þá var sama sagan að Fjölnismenn skora og öll von var úti hjá Víkingum. Þar var að verki Aron Sigurðarson sem átti glæsilegan sprett upp frá miðjulínunni vinstra megin þaðan sem hann lék til hægri og komst í fínt skotfæri sem hann lætur ekki bjóða sér oftar en einu sinni. Boltinn söng í netinu niðri vinstra megin af löngu færi og Fjölnir kominn með þriggja marka forystu. Eftir þetta var einungis formsatriði fyrir Fjölnisstráka að klára leikinn. Áður en yfir lauk voru þeir þó búnir að bæta við fjórða markinu og klúðra nokkrum góðum færum. Það var maður leiksins Þórir Guðjónsson sem skoraði fjórða og síðasta markið. Ragnar Leósson tók aukaspyrnu úti á hægri væng, skrúfaði boltann inn á teiginn þar sem Þórir mætti og skoraði með fallegum skalla. Fjölnismenn því komnir í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins en Víkingar geta nú einbeitt sér að 1. deildinni þar sem þeir sitja í þriðja sæti.Ágúst: Sigurinn aldrei í hættu eftir að við komumst yfir „Þetta var góður sigur og ánægjulegt að vera komnir áfram í bikarnum,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis að leik loknum. „Mér fannst þeir vera fínir í upphafi leiks en um leið og við skoruðum var sigurinn aldrei í hættu að mínu mati. Við fengum líka fín færi og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði hann jafnframt. „Við ætlum okkur alltaf að gera betur en áður og að sigra alla leiki svo auðvitað er það markmið að komast í úrslitaleikinn og vinna bikarinn.“ Það vakti athygli að Fjölnir skipti inn á ungum leikmönnum í dag fæddum ´98 og ´99. Aðspurður hvort framtíðin væri svona björt í Grafarvoginum kvað Ágúst svo vera. „Við eigum mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Það var fínt að leikurinn skyldi þróast með þessum hætti svo við gátum gefið ungum leikmönnum tækifæri til að spila og öðlast reynslu.“Þórir: Spiluðum virkilega vel „Við vorum að spila virkilega vel gegn erfiðu liði Víkinga og ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu minna leikmanna í þessum leik,“ sagði Þórir Guðjónsson framherji Fjölnis sem var maður leiksins í kvöld. Hann skoraði tvö falleg mörk auk þess að gefa eina stoðsendingu. Þá var hann mjög duglegur í leiknum og vann mikið fyrir liðið. Þess má þó geta að leikmenn Fjölnis áttu margir hverjir prýðisleik, börðust vel og voru duglegir og sköpuðu sér nokkuð af færum.Ejub: Við vörðumst ekki nægjanlega vel „Við byrjuðum leikinn þokkalega vel og það var gott jafnvægi í leiknum. Svo kemur tveggja mínútna kafli þar sem þeir skora tvö mörk og í raun var leikurinn þá búinn. „Við gerðum þó ágætlega að klára hálfleikinn án þess að fá á okkur fleiri mörk því við áttum í erfiðleikum eftir mörkin. „Í hálfleik töluðum við um að koma inn í síðari hálfleik og reyna að skora eitt mark og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. „Við byrjuðum síðari hálfleik líka ágætlega en svo tók Aron [innsk. Sigurðarson] boltann og fór upp völlinn og kláraði þetta bara“ sagði Ejub Purisevic þjálfari Víkings að leik loknum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira