Vonar að stjórnvöld taki við sér eftir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2015 12:00 "Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. vísir/daníel Fjöldi kvenna hefur leitað til Stígamóta, eftir umræðu sem hefur átt sér stað um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, fagnar aukinni umræðu og vonar að hún verði til þess fallin að stjórnvöld taki við sér. Halda þurfi áfram að þrýsta á stjórnvöld því aðgerðarleysi þeirra sé óásættanlegt.Nauðsynlegt að taka málum sem þessum alvarlega „Ég held að þetta sé merki sem yfirvöld, lögregla, dómarar og saksóknari, og við öll sem komum að þessum málum verðum að taka alvarlega. Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. Hún segir kynferðisbrotamál felld niður í of miklum mæli, sem verði þess valdandi að konur hræðist að segja frá og kæra. „Konur treysta sér ekki til að kæra af ótal ástæðum og ef þær gera það þá eru málin í alltof miklum mæli felld niður á öllum stigum og það er algjörlega óásættanlegt. Þessi umræða núna eru viðbrögð við þessu ástandi og það verður að taka alvarlega á því."Á von á að fleiri konur leiti sér aðstoðar Hundruð kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á lokuðum Facebook-hóp og öðrum samskiptamiðlum. Um byltingu er að ræða því stór hluti þessara kvenna eru í fyrsta sinn að segja frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðrún segist eiga von á að fleiri konur eigi eftir að leita til samtakanna. „Það eru að bresta stórar stíflur sem stafa af því að konur sætta sig ekki lengur við að vera skilgreindar af klámvæðingu, til dæmis sem olli því að Free the nipple byltingin átti sérs tað. Það var algjörlega sjálfsprottin aðgerð og hún er það líka sú sem er að eiga sér stað á Facebook. Hún markast af því að konur neita nú að undirgangast það að það séu engar leiðir til og hafna því valdaleysi sem þær finna fyrir," segir hún og bætir við að hún geri ráð fyrir að fleiri stíflur bresti. Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur leitað til Stígamóta, eftir umræðu sem hefur átt sér stað um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, fagnar aukinni umræðu og vonar að hún verði til þess fallin að stjórnvöld taki við sér. Halda þurfi áfram að þrýsta á stjórnvöld því aðgerðarleysi þeirra sé óásættanlegt.Nauðsynlegt að taka málum sem þessum alvarlega „Ég held að þetta sé merki sem yfirvöld, lögregla, dómarar og saksóknari, og við öll sem komum að þessum málum verðum að taka alvarlega. Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. Hún segir kynferðisbrotamál felld niður í of miklum mæli, sem verði þess valdandi að konur hræðist að segja frá og kæra. „Konur treysta sér ekki til að kæra af ótal ástæðum og ef þær gera það þá eru málin í alltof miklum mæli felld niður á öllum stigum og það er algjörlega óásættanlegt. Þessi umræða núna eru viðbrögð við þessu ástandi og það verður að taka alvarlega á því."Á von á að fleiri konur leiti sér aðstoðar Hundruð kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á lokuðum Facebook-hóp og öðrum samskiptamiðlum. Um byltingu er að ræða því stór hluti þessara kvenna eru í fyrsta sinn að segja frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðrún segist eiga von á að fleiri konur eigi eftir að leita til samtakanna. „Það eru að bresta stórar stíflur sem stafa af því að konur sætta sig ekki lengur við að vera skilgreindar af klámvæðingu, til dæmis sem olli því að Free the nipple byltingin átti sérs tað. Það var algjörlega sjálfsprottin aðgerð og hún er það líka sú sem er að eiga sér stað á Facebook. Hún markast af því að konur neita nú að undirgangast það að það séu engar leiðir til og hafna því valdaleysi sem þær finna fyrir," segir hún og bætir við að hún geri ráð fyrir að fleiri stíflur bresti.
Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07