Börnin reyndust vera dömurnar í Draumbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2015 22:00 Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri. Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gátan um íslensku börnin í frönsku kvikmyndinni er leyst. „Þetta eru dömurnar í Draumbæ" sagði einn áhorfenda okkar sem kom okkur á sporið. Í ljós kom að myndirnar voru teknar fyrir hálfri öld í Vestmannaeyjum. Við sýndum myndskeiðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en Ásgrímur Sverrisson og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn vildu vita hvaða börn þetta væru og hvar og hvenær myndirnar voru teknar. Ástæðan er sú að þetta myndskeið frá Íslandi er notað í franskri kvikmynd sem í fyrra var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Í dag barst ábending á Vísi um að myndirnar væru teknar í Vestmannaeyjum, við Draumbæ vestan við flugvöllinn þar sem bjó stór barnafjölskylda á þeim tíma. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, sem gjörþekkir svæðið, telur að þetta séu dömurnar í Draumbæ, systurnar Kristbjörg, Halldóra og Áshildur, sem þá voru 6, 8 og 11 ára gamlar.Nýleg ljósmynd af systrunum. Áshildur er til vinstri, Halldóra í miðið og Kristbjörg til hægri.„Ég tel það víst að þetta séum við, þrjár systurnar,“ segir Kristbjörg Sigríður Kristmundsdóttir, elsta systirin, fædd 1954, en hún er nú búsett á Patreksfirði. Hinar tvær, sem sjást á myndskeiðinu, Halldóra Kristmundsdóttir, fædd 1957, og Áshildur Kristmundsdóttir, fædd 1959, búa báðar í Svíþjóð. Kristbjörg telur að myndirnar hafi verið teknar árið 1965 og segist aðspurð kannast við fötin sem þær systur klæddust. Franskur eldfjallafræðingur, Haroun Tazieff, tók myndskeiðin á Íslandi en frá Draumbæ sást vel til Surtseyjargossins. Kristbjörg kveðst þó ekki muna sérstaklega eftir myndatökunni. Hún segist aldrei hafa séð þessar myndir áður og segir það svolítið skrýtið að sjá þær núna. Hún kveðst raunar ekki vita til þess að nein önnur kvikmynd sé til af þeim systrum svo ungum og segir gaman að sjá þær, eftir öll þessi ár.Alsystkinin frá Draumbæ eru sjö talsins. Hér eru hópurinn á fjölskyldumynd með móður sinni, Sigríði Valgeirsdóttur, frá árinu 1965, sama ár og kvikmyndin var tekin. Áshildur og Kristbjörg eru lengst til hægri en Halldóra í aftari röð lengst til vinstri.
Tengdar fréttir Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd. 1. júní 2015 19:20