Hótun systranna: Sigmundur sagður hafa beitt sér fyrir láni frá MP banka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. júní 2015 17:08 Ætluðu að gera gögn um tengsl Sigmundar við lán MP banka til Pressunnar ljós. Vísir Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum. Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Hótunin sem fram kom í bréfinu sem sent var á heimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra fólst í því að meint aðkoma hans að lánafyrirgreiðslu til Pressunnar eða félögum tengd fyrirtækinu yrðu gerð opinber. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. MP banki nefndur í bréfinu Samkvæmt heimildum Vísis fólst hótunin í því að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Heimildir Vísis herma að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Í ársreikningum Pressunnar ehf., sem samkvæmt skráningu fjölmiðlanefndar er eigandi miðla Vefpressunnar, hækkuðu skammtímaskuldir félagsins um rúmar 60 milljónir árið 2013. Engar frekari skýringar eru gefnar á skuldunum. Peningarnir fengnir frá MP banka Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, segist ekki muna nákvæmlega hvernig lánið sé til komið; líklega sé um að ræða yfirfærslu á yfirdrætti sem var í eignarhaldsfélaginu Vefpressunni ehf. Hann staðfestir að yfirdrátturinn sé hjá MP banka. „Ég er bara ekki með þetta fyrir framan mig, því miður,” segir hann fyrst aðspurður um málið. Manstu ekki hvernig þið fenguð 60 milljóna króna lán? „Nei, þetta er bara hluthafalán, sem sem fór beint í hlutafé á árinu, er það ekki?“ Skammtímaskuldir hækkuðu sem sagt, þetta er fært undir það, það er skammtímaskuldir hækka á milli 2012 og 2013 um 61.771.574 krónur? „Þetta getur verið sameining á yfirdráttum, því það er annað félag sem heitir Vefpressan, sem var svonaeignarhaldsfélag. Við yfirtókum yfirdrátt sem hún var með, Vefpressan.“ Þannig að þetta er ekki lán eða peningar sem eru fengnir hjá MP banka? „Yfirdrátturinn er þar. Hann var það, hann er ekki lengur. Það er enginn yfirdráttur í dag.“ Hafnar öllum tengslum við ráðherra Arnar hafnar afdráttarlaust öllum tengslum við forsætisráðherra. Hann hafnar einnig að lánafyrirgreiðsla MP banka hafi verið fengin að tilstillan Sigmundar Davíðs eða aðilum tengdum honum. Hann segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum. Í yfirlýsingu sem Sigmundur Davíð sendi frá sér í gær eftir að Vísir greindi frá fjárkúgunartilraun Hlínar Einarsdóttur og Malínar Brand gegn honum hafnaði hann fjárhagstengslum við Pressuna og Björn Inga Hrafnsson. „Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hótananna er rétt að taka fram að ég hef engin fjárhagsleg tengsl við Björn Inga Hrafnsson, né hef ég komið að kaupum Vefpressunnar á DV á nokkurn hátt,“ sagði forsætisráðherra í yfirlýsingu sinni. Tengslin við MP banka ljós Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka hafa verið ljós lengi. Forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er tengdur ráðherranum fjölskylduböndum. Hann er kvæntur systur Sigmundar Davíðs. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka, er einnig tengdur ráðherranum en hann hefur verið einn nánasti ráðgjafi hans í efnahagsmálum. Hann var skipaður af Sigmundi til að leiða vinnu nefndar sem kom með tillögur um hvernig ætti að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra húsnæðislána. Þá hafa þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta, sem er eitt stærsta úrlausnarmál ríkisstjórnarinnar, einnig verið yfirmenn í bankanum. Einn þeirra er áðurnefndur Sigurður en auk hans eiga þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason sæti í hópnum.
Gjaldeyrishöft Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira