Lífið

Enn lausir miðar á styrktartónleikana Hjálpum Nepal í kvöld

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sigríður Thorlacius er ein af þeim sem kemur fram í kvöld.
Sigríður Thorlacius er ein af þeim sem kemur fram í kvöld. Vísir/Arnþór
Í kvöld verða styrktartónleikarnir „Hjálpum Nepal“ í Hörpu. Ekki er uppselt á tónleikana en aðgangseyrir rennur allur óskertur til hjálparstarfs UNICEF og Rauða krossins í Nepal. Stefnt er að því að safna 5 milljónum króna en miðaverð er 4500 krónur. Alvogen greiðir allan kostnað vegna tónleikanna.

Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Bubbi og Dimma, Amabadama, Retro Stefson, Ylja og Sigríður Thorlacius.

Hver miði skiptir sköpum en samkvæmt upplýsingum á síðu Hörpu er einn miði neyðarpakki fyrir tvær fjölskyldur með vatni og hreinlætisvörum í einn mánuð eða næringarsölt eða 400 pakkar sem geta bjargað lífi allt að 80 barna sem þjást af ofþornun.

Fjörtíu miðar eru hins vegar andvirði stórs tjalds sem gefur börnum skjól og öryggi til að geta leikið sér og stundað nám.

Miða er hægt að kaupa hér á vefsíðu Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×