Húsgagna-, blóma- og kjötsskortur vegna verkfalla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. júní 2015 20:00 Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann. Garðyrkja Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann.
Garðyrkja Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira