Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 10:02 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu á rauða dregilinn. Mynd/Brynjar Snær Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.Etur kappi við átján aðrar myndirÍ tilkynningu segir að myndin hafi hlotið lofsamlega dóma í mörgum af stærstu og virtustu kvikmyndatímaritum heims – tímaritum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Screen. Þá hafi hún fengið fimm stjörnur í tímaritinu The Upcoming. Hrútar etja kappi við átján aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard verðlaunin.Ótrúlegar móttökurGrímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, aðstandendur myndarinnar hafa fengið ótrúlegar móttökur í Cannes og frábæra dóma. „Við gætum eiginlega ekki beðið um meira. Við bíðum vissulega spenntir eftir verðlaunaafhendingunni í kvöld en hlökkum eiginlega meira til að frumsýna myndina heima.“ Hrútar verða frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn kemur en fer í almenna sýningu á fimmtudaginn.Önnur íslenska myndin sem keppir í flokknumHrútar er önnur íslenska kvikmyndin sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það þykir mikill heiður fyrir unga og upprennandi leikstjóra að vera valinn í þennan flokk. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla og Dagur Kári Pétursson var valinn með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar og Björns Viktorssonar. Myndin hefur einnig vakið athygli út fyrir kvikmyndaiðnaðinn því ritstjóri franska tímaritsins Pâtre et La chèvre, sem er tileinkað sauðfé, hefur sýnt myndinni mikinn áhuga,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.Etur kappi við átján aðrar myndirÍ tilkynningu segir að myndin hafi hlotið lofsamlega dóma í mörgum af stærstu og virtustu kvikmyndatímaritum heims – tímaritum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Screen. Þá hafi hún fengið fimm stjörnur í tímaritinu The Upcoming. Hrútar etja kappi við átján aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard verðlaunin.Ótrúlegar móttökurGrímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, aðstandendur myndarinnar hafa fengið ótrúlegar móttökur í Cannes og frábæra dóma. „Við gætum eiginlega ekki beðið um meira. Við bíðum vissulega spenntir eftir verðlaunaafhendingunni í kvöld en hlökkum eiginlega meira til að frumsýna myndina heima.“ Hrútar verða frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn kemur en fer í almenna sýningu á fimmtudaginn.Önnur íslenska myndin sem keppir í flokknumHrútar er önnur íslenska kvikmyndin sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það þykir mikill heiður fyrir unga og upprennandi leikstjóra að vera valinn í þennan flokk. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla og Dagur Kári Pétursson var valinn með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar og Björns Viktorssonar. Myndin hefur einnig vakið athygli út fyrir kvikmyndaiðnaðinn því ritstjóri franska tímaritsins Pâtre et La chèvre, sem er tileinkað sauðfé, hefur sýnt myndinni mikinn áhuga,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00
Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17
Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31
Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15
„Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07
Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00