Enski boltinn

Það særir að vera kallaður api

Yaya flytur hér erindi sitt.
Yaya flytur hér erindi sitt. vísir/getty
Yaya Toure, leikmaður Man. City, vill sjá að það verði tekið fastar á kynþáttaníði á knattspyrnuleikjum.

Toure þekkir það vel að verða fyrir kynþáttaníði er hann spilar. Síðast lenti hann í því er Man. City spilaði gegn CSKA Moskvu.

„Ég hef lent í því að vera kallaður api og það er erfitt. Þegar maður heyrir slíka hluti þá særir það mann og brýtur niður," sagði Toure en hann er ósáttur við hvernig tekið er á kynþáttaníði.

„Það þarf að refsa mikið harðar fyrir svona brot. Félögin fá litlar sektir og það er einfaldlega ekki nóg. Það þarf að taka miklu harðar á þessum málum."

FIFA er að fara að taka harðar á þessum málum og mun senda ómerkta menn á meðal áhorfenda til að fylgjast með öllum leikjum í undankeppni HM þar sem grunur er um að áhorfendur geti farið yfir strikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×