Enski boltinn

Gerrard: Sé mest eftir að hafa aldrei unnið Englandsmeistaratitilinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard kveður Anfield á laugardaginn.
Steven Gerrard kveður Anfield á laugardaginn. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, á aðeins einn leik eftir á Anfield áður en hann yfirgefur eina félagið sem hann hefur spilað með og heldur til Bandaríkjanna.

Gerrard kveður Liverpool í lok tímabilsins, en síðasti heimaleikurinn verður gegn Crystal Palace á laugardaginn. Miðarnir á þann leik kosta sitt.

Þrátt fyrir langan og farsælan feril tókst Gerrard aldrei að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann var nálægt því í fyrra en missti af titlinum til Manchester City á síðustu metrunum.

„Að vinna ekki titilinn er ekki það eina sem ég sé eftir en er klárlega mesta eftirsjáin,“ segir Gerrard í viðtali við BBC.

„Það væri gaman að geta sagst hafa unnið alla bikarana. Það væri jarðaberið ofan á kökuna,“ segir Steven Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×