Enski boltinn

Brad Friedel leggur hanskana á hilluna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brad Friedel hefur varið sitt síðasta skot.
Brad Friedel hefur varið sitt síðasta skot. vísir/getty
Brad Friedel, markvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið.

Þessi 43 ára gamli leikmaður, sem hefur verið hjá Tottenham síðan 2011, heldur heim til Bandaríkjanna eftir tímabilið og gerist sparkspekingur Fox Sports sjónvarpsstöðvarinnar.

Friedel hefur verið í atvinnumennsku í 21 ár, en hann hóf ferilinn á Englandi árið 1979 með Liverpool áður en hann fór til Blackburn.

Hann vann deildabikarinn með Blackburn árið 2002 og einnig tyrkneska bikarinn með Galatasaray árið 1996. Hann á að baki 82 landsleiki fyrir Bandaríkin.

„Mig langaði alltaf að spila eins lengi og mögulegt var. En til þess þurfti líkaminn og hugurinn að vera í standi. Ég er kominn á þann stað að ég er tilbúinn að kveðja fótboltann,“ segir Brad Friedel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×