Enski boltinn

Hún reyndi að meiða mig og hefur ekkert að gera í úrvalsdeild

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kelly Smith, framherji Arsenal í ensku kvennadeildinni í fótbolta, sakar Abby Holmes, leikmann Sunderland, um að hafa viljandi reynt að slasa sig í leik liðanna á dögunum. Frá þessu er greint á vef Daily Mail.

Smith slapp ein í gegnum vörn Sunderland-liðsins, en Holmes tæklaði hana illa svo hún sleit liðband í ökkla. Holmes fékk rautt spjald fyrir tæklinguna. Smith þurfti að fara í aðgerð á ökkla og verður frá í fjórða mánuði.

„Það er ekkert hægt að leyna því að hún fór í tæklinguna bara til þess að valda mér miklum skaða. Þetta var skammarleg tækling,“ skrifar Smith í pistli á fótboltavefsíðuna Kicca.

Holmes bað Smith afsökunar þegar hún lá á börunum á leiðinni út af vellinum en Smith er ekkert búin að fyrirgefa tæklinguna.

„Hún er klárlega ekki nógu góð til að spila í þessari deild og sleppur svo með þriggja leikja bann þegar ég fæ í rauninni 15 leikja bann vegna meiðslanna. Ef ég væri ekki hætt með landsliðinu væri HM-draumur minn einnig úr sögunni,“ segir Kelly Smith.

vísir/getty
vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×