Enski boltinn

Dýrlingarnir vongóðir um að halda Clyne þrátt fyrir áhuga United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nathaniela Clyne er orðinn einn af betri bakvörðum úrvalsdeildarinnar.
Nathaniela Clyne er orðinn einn af betri bakvörðum úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Forráðamenn Southampton eru vongóðir um að halda enska landsliðsbakverðinum Nathaniel Clyne, en honum hefur verið boðinn nýr samningur hjá félaginu.

Clyne er eftirsóttur af Manchester United sem vonast til að geta stillt upp fyrrverandi bakvarðapari Dýrlinganna, Luke Shaw og Clyne, á næstu leiktíð.

Fram kemur í enskum blöðum í dag að búist sé við ákvörðun hjá Clyne á næstu dögum og eru menn hjá Southampton bjartsýnir á að hann skrifi undir nýjan samning við félagið.

Clyne er 24 ára gamall og kom til Southampton frá Crystal Palace fyrir þremur árum þegar Dýrlingarnir unnu sér inni sæti í úrvalsdeildinni.

Hann er algjör lykilmaður í vörn Southampton og vann sér sinn sæti í enska landsliðinu þar sem hann á nú að baki fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×