Atli komið að 16 mörkum í síðustu átta leikjum FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Atli Guðnason lagði upp bæði mörkin gegn Keflavík í 2. umferð. vísir/ernir FH-ingurinn Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudagskvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guðjónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Atli hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki sem FH hefur skorað í síðustu leikjum.vísir/valliEndaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í lokakafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðaleinkunn í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsendinguna frá því í fyrstu umferðinni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vantar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbsins.Atli verður væntanlega í eldlínunni þegar FH mætir Val á sunnudaginn.vísir/vilhelmÁtta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoðsendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjögur mörk í plús eftir tvo fyrstu leikina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
FH-ingurinn Atli Guðnason lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudagskvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guðjónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Atli hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki sem FH hefur skorað í síðustu leikjum.vísir/valliEndaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í lokakafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðaleinkunn í síðustu sex leikjum FH-liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinnar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsendinguna frá því í fyrstu umferðinni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vantar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbsins.Atli verður væntanlega í eldlínunni þegar FH mætir Val á sunnudaginn.vísir/vilhelmÁtta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoðsendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjögur mörk í plús eftir tvo fyrstu leikina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - FH 1-3 | Ótrúlegur viðsnúningur FH-inga FH lenti undir á KR-vellinum en skoraði þrjú mörk á lokakafla leiksins. 4. maí 2015 17:56