Enski boltinn

Southampton niðurlægði Villa | Sjáðu þrennuna hjá Mané

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southampton burstaði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 6-1 sigur heimamanna í Southampton.

Sadio Mané var í stuði fyrir Southampton. Hann skoraði þrennu á tveimur mínútum og 46 sekúndum í fyrri hálfleik, en meira um málið má lesa hér.

Shane Long bætti við tveimur mörkum fyrir Southampton og þegar sjö mínútur af fyrri hálfleik voru óleiknar var staðan 5-0 fyrir Southampton.

Christian Benteke klóraði í bakkann fyrir Villa fyrir hlé og staðan 5-1 í hálfleik. Einungis eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik, en Mané lagði það upp fyrir Graziano Pelle.

Lokatölur urðu 6-1 sigur Southampton. Southampton er nú í sjötta sæti deildarinnar með 60 stig, tveimur á eftir Liverpool sem er sæti ofar. Villa er í fjórtánda sætinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×