Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur 1-1 | Jafnt upp á Skaga Stefán Árni Pálsson á Akranesvelli skrifar 17. maí 2015 21:15 Garðar Gunnlaugsson, framherji ÍA. vísir/valli Skagamenn og Víkingar gerði 1-1 jafntefli upp á Skaga í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Baldvinsson gerði eina mark Víkings í leiknum en Garðar Gunnlaugsson gerði mark ÍA. Skagamenn voru töluvert betri aðilinn í síðari hálfleiknum en Víkingar fengu einnig tækifæri til að stela leiknum. Leikurinn hófst eins og aðstæður gáfu til kynna, heldur rólega og ekki knattspyrnu upp á marga fiska. Það blés nokkuð mikið upp á Skipaskaga og voru liðin dágóða stund að finna taktinn. Víkingar voru samt fljótir að átta sig og sýndu á köflum frábæra knattspyrnu. Gestirnir voru klárir í slaginn og Skagamenn áttu erfitt með að ráða við fljóta sóknarmenn þeirra. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum komust gestirnir yfir með marki frá Hauki Baldvinssyni. Dofri Snorrason átti þá frábæran sprett upp völlinn, gaf hann á Stefán Þór Pálsson sem framlengdi hann á Hauk sem lyfti honum yfir Árna Snæ í markinu. Víkingar voru öflugari næstu mínútur og var útlit fyrir það að þeir myndi skora annað mark. Skagamenn stóðu samt vörnina ágætlega og náði að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þar var að verki enginn annar en Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem fékk boltann í lappirnar inn í vítateig Víkings og þrumaði honum í netið. Í síðari hálfleik voru heimamenn með fín tök á leiknum og sköpuðu sér fullt af færum. Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, bjargaði í tvígang á marklínu, eftir skot frá Arsenij Buinickij og var drengurinn einnig frábær í vörn Víkinga. Víkingar fengu einnig sín færi í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Því var 1-1 jafntefli niðurstaðan. Víkingar keyrðu Hvalfjörðinn og fengu aðeins eitt stig heim. Þeir áttu einfaldlega ekki skilið að fara með fleir. Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilið Gunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Við áttum að gera út um þennan leik fyrir löngu í síðari hálfleiknum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nægilega vel og vorum lengi í gang. Síðan eftir að þeir skora sitt mark fer liðið hægt og rólega að fara í gang. Í síðari hálfleik áttum við heldur betur að skora nokkur mörk.“ Gunnlaugar segir að heppnin hafi ekki verið með þeim gulu í liði í kvöld. „Við getum samt tekið helling jákvætt út úr þessum leik og sköpuðum fullt af færum.“ Ólafur: Dómarinn skíthræddur við að taka erfiða ákvörðunÓlafur Þórðarson og Milos Milojevic stýra Víkingsliðinu saman.vísir/daníel„Það má alveg segja að við séum heppnir að ná í stig hér,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við byrjuðum þennan leik mjög vel, skorum mark og þá var bara eins og mínir menn héldu það að þetta væri komið og fóru bara í frí.“ Ólafur segir að liðið hafi sloppið með skrekkinn þar sem Skagamenn náðu ekki að nýta sér sín færi. „Við fáum fín færi og erum einnig bara klaufar að hafa ekki skorað úr þeim. Ég var ekki sáttur hérna undir lokin þegar það er dæmt brot á okkur innan vítateigs og minn maður á að hafa brotið á markverðinum. Þetta er bara hlægilegt og bara verið að dæma til öryggis til að þurfa ekki að hlusta á einhverja gagnrýni, hún kemur bara núna frá mér.“ Taskovic náði að koma boltanum í markið undir lok leiksins en dómar leiksins vildi meina að brotið hefði verið á Árna Snæ í marki Skagamanna. Ólafur segir að dómarinn hafi verið skíthræddur við að taka erfiða ákvörðun. Garðar: Pirrandi að sjá þá alltaf bjarga á línuGarðar Gunnlaugsson, framherji ÍA.vísir/valli„Við erum hundfúlir með þessi úrslit, en það er samt alltaf viss ánægja að vera með þá tilfinningu eftir jafntefli,“ segir Garðar Gunnlaugsson, markaskorari Skagamanna, eftir leikinn. Garðar gerði eina mark ÍA í leiknum og var það nokkuð glæsilegt. „Ég eiginlega les að boltinn sé að fara detta út til mín, tek eina snertingu með vinstri og legg boltann fyrir mig með hægri og klára á réttan stað.“ Hann segir að það hafi tekið hálftíma fyrir liðið að komast í gang í leiknum í kvöld og það sást á vellinum. „Eftir það var leikurinn í okkar höndum. Það var mjög pirrandi að sjá þá alltaf bjarga svona á línu.“ Davíð: Gott að vera mættur á línunaDavíð Örn Atlason er hér til hægri.vísir/ernir„Ég náði að bjarga tvisvar á marklínu í seinni hálfleiknum,“ segir Davíð Örn Atlason, varnarmaður Víkings, eftir leikinn. „Það gekk nokkuð illa hjá okkur í síðari hálfleiknum og sem betur fer var ég mættur á línuna í þessi tvö skipti. Við fenguð bara eitt stig út úr þessu en auðvitað er gott að hafa bjargað á línu í þessi skipti.“ Davíð segir að Víkingar hafi verið heppnir að fá stig út úr leiknum og sérstaklega eins og leikurinn spilaðist. „Við byrjuðum virkilega vel og náðum þessu marki inn. Þegar við fórum upp hægri kantinn náum við fínum sóknum. Þeir skora síðan mark á mjög óheppilegum tímapunkti sem var slæmt fyrir okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Skagamenn og Víkingar gerði 1-1 jafntefli upp á Skaga í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Haukur Baldvinsson gerði eina mark Víkings í leiknum en Garðar Gunnlaugsson gerði mark ÍA. Skagamenn voru töluvert betri aðilinn í síðari hálfleiknum en Víkingar fengu einnig tækifæri til að stela leiknum. Leikurinn hófst eins og aðstæður gáfu til kynna, heldur rólega og ekki knattspyrnu upp á marga fiska. Það blés nokkuð mikið upp á Skipaskaga og voru liðin dágóða stund að finna taktinn. Víkingar voru samt fljótir að átta sig og sýndu á köflum frábæra knattspyrnu. Gestirnir voru klárir í slaginn og Skagamenn áttu erfitt með að ráða við fljóta sóknarmenn þeirra. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum komust gestirnir yfir með marki frá Hauki Baldvinssyni. Dofri Snorrason átti þá frábæran sprett upp völlinn, gaf hann á Stefán Þór Pálsson sem framlengdi hann á Hauk sem lyfti honum yfir Árna Snæ í markinu. Víkingar voru öflugari næstu mínútur og var útlit fyrir það að þeir myndi skora annað mark. Skagamenn stóðu samt vörnina ágætlega og náði að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þar var að verki enginn annar en Garðar Bergmann Gunnlaugsson sem fékk boltann í lappirnar inn í vítateig Víkings og þrumaði honum í netið. Í síðari hálfleik voru heimamenn með fín tök á leiknum og sköpuðu sér fullt af færum. Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, bjargaði í tvígang á marklínu, eftir skot frá Arsenij Buinickij og var drengurinn einnig frábær í vörn Víkinga. Víkingar fengu einnig sín færi í hálfleiknum en náðu ekki að nýta þau. Því var 1-1 jafntefli niðurstaðan. Víkingar keyrðu Hvalfjörðinn og fengu aðeins eitt stig heim. Þeir áttu einfaldlega ekki skilið að fara með fleir. Gunnlaugur: Áttum sigurinn skilið Gunnlaugur Jónsson.vísir/ernir„Við áttum að gera út um þennan leik fyrir löngu í síðari hálfleiknum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Við byrjuðum leikinn ekki alveg nægilega vel og vorum lengi í gang. Síðan eftir að þeir skora sitt mark fer liðið hægt og rólega að fara í gang. Í síðari hálfleik áttum við heldur betur að skora nokkur mörk.“ Gunnlaugar segir að heppnin hafi ekki verið með þeim gulu í liði í kvöld. „Við getum samt tekið helling jákvætt út úr þessum leik og sköpuðum fullt af færum.“ Ólafur: Dómarinn skíthræddur við að taka erfiða ákvörðunÓlafur Þórðarson og Milos Milojevic stýra Víkingsliðinu saman.vísir/daníel„Það má alveg segja að við séum heppnir að ná í stig hér,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „Við byrjuðum þennan leik mjög vel, skorum mark og þá var bara eins og mínir menn héldu það að þetta væri komið og fóru bara í frí.“ Ólafur segir að liðið hafi sloppið með skrekkinn þar sem Skagamenn náðu ekki að nýta sér sín færi. „Við fáum fín færi og erum einnig bara klaufar að hafa ekki skorað úr þeim. Ég var ekki sáttur hérna undir lokin þegar það er dæmt brot á okkur innan vítateigs og minn maður á að hafa brotið á markverðinum. Þetta er bara hlægilegt og bara verið að dæma til öryggis til að þurfa ekki að hlusta á einhverja gagnrýni, hún kemur bara núna frá mér.“ Taskovic náði að koma boltanum í markið undir lok leiksins en dómar leiksins vildi meina að brotið hefði verið á Árna Snæ í marki Skagamanna. Ólafur segir að dómarinn hafi verið skíthræddur við að taka erfiða ákvörðun. Garðar: Pirrandi að sjá þá alltaf bjarga á línuGarðar Gunnlaugsson, framherji ÍA.vísir/valli„Við erum hundfúlir með þessi úrslit, en það er samt alltaf viss ánægja að vera með þá tilfinningu eftir jafntefli,“ segir Garðar Gunnlaugsson, markaskorari Skagamanna, eftir leikinn. Garðar gerði eina mark ÍA í leiknum og var það nokkuð glæsilegt. „Ég eiginlega les að boltinn sé að fara detta út til mín, tek eina snertingu með vinstri og legg boltann fyrir mig með hægri og klára á réttan stað.“ Hann segir að það hafi tekið hálftíma fyrir liðið að komast í gang í leiknum í kvöld og það sást á vellinum. „Eftir það var leikurinn í okkar höndum. Það var mjög pirrandi að sjá þá alltaf bjarga svona á línu.“ Davíð: Gott að vera mættur á línunaDavíð Örn Atlason er hér til hægri.vísir/ernir„Ég náði að bjarga tvisvar á marklínu í seinni hálfleiknum,“ segir Davíð Örn Atlason, varnarmaður Víkings, eftir leikinn. „Það gekk nokkuð illa hjá okkur í síðari hálfleiknum og sem betur fer var ég mættur á línuna í þessi tvö skipti. Við fenguð bara eitt stig út úr þessu en auðvitað er gott að hafa bjargað á línu í þessi skipti.“ Davíð segir að Víkingar hafi verið heppnir að fá stig út úr leiknum og sérstaklega eins og leikurinn spilaðist. „Við byrjuðum virkilega vel og náðum þessu marki inn. Þegar við fórum upp hægri kantinn náum við fínum sóknum. Þeir skora síðan mark á mjög óheppilegum tímapunkti sem var slæmt fyrir okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira