Innlent

Fimm ruddust inn á hótelherbergi ferðamanns

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu klukkan rúmlega tvö í nótt um rán á hóteli í Austurborginni. Þar höfðu fimm aðilar ruðst inn á hótelherbergi erlends ferðamanns og rænt frá honum munum.

Í dagbók lögreglunnar segir að einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Í Hafnarfirði stöðvuðu lögregluþjónar bíl þar sem ökumaðurinn var grunaður um ölvunarakstur. Í ljós kom að hann var próflaus og bifreiðin var ótryggð. Númerin voru tekin af henni. Annar maður var tekinn fyrir ölvunaraksturinn í Hafnarfirði og sömuleiðis einn í Breiðholti.

Þar að auki var maður handtekinn á heimili í Breiðholti grunaður um vörslu fíkniefna og fleira, að því er segir í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×