Erlent

Lindsey Graham líklegast í forsetaframboð

Atli Ísleifsson skrifar
Lindsey Graham er öldingadeildarþingmaður Suður-Karólínu.
Lindsey Graham er öldingadeildarþingmaður Suður-Karólínu. Vísir/AFP
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham segir meira en 90 prósent líkur á að hann muni bjóða sig fram til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana í kosningunum 2016. Búist er við að hann tilkynni um framboð síðar í dag.

Graham er öldingadeildarþingmaður Suður-Karólínu og hefur mikið gagnrýnt utanríkisstefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Í frétt Reuters kemur fram að Graham sé náinn bandamaður öldungadeildarþingmannsins John McCain sem var frambjóðandi Repúblikana þegar Obama var fyrst kjörinn forseti árið 2008.

Öldungadeildarþingmannirnir og Repúblikanarnir Ted Cruz, Rand Paul og Marco Rubio, fyrrum öldungadeildarþingmaðurinn Mike Huckabee, Carly Fiorina, fyrrum forstjóri Hewlett-Packard og læknirinn Ben Carson hafa þegar tilkynnt formlega um framboð sitt til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana í kosningunum 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×