Enski boltinn

Kasper Schmeichel: Pearson er stjóri ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schmeichel og félagar fagna áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni.
Schmeichel og félagar fagna áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Kasper Schmeichel, markvörður Leicester City, segir að Nigel Pearson, knattspyrnustjóri liðsins, sé sá besti sem hann hafi spilað fyrir á ferlinum.

„Hann á allt hrós skilið,“ sagði Schemichel en Leicester bjargaði sér endanlega frá falli á laugardaginn þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Sunderland á útivelli í næstsíðustu umferðinni í ensku úrvalsdeildinni.

„Stjórinn hefur verið frábær. Hann er sá besti sem ég hef spilað fyrir.

„Hann er heillandi náungi, fæddur leiðtogi, mikill húmoristi og krafturinn í honum smitar út frá sér,“ sagði Schmeichel en Pearson hefur fengið ákúrur fyrir skrítna hegðun á hliðarlínunni og í fjölmiðlum í vetur.

„Honum er ekki sama. Honum þykir vænt um leikmennina, bæði inann vallar sem utan, sem er mikilvægt. Hann ætti að vera stjóri ársins,“ sagði Schmeichel ennfremur.

Undir lok mars var Leicester í vondum málum, sjö stigum frá öruggu sæti, en endasprettur liðsins hefur verið frábær. Lærisveinar Pearson hafa náð í 19 stig úr síðustu átta leikjum og eru nú orðnir öruggir með áframhaldandi sæti í úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×