Enski boltinn

Hull þarf sigur gegn United til að halda sér í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Hul niðurbrotnir.
Leikmenn Hul niðurbrotnir. vísir/getty
Fimm leikjum var að ljúka í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en þar er botnbaráttan í algleymingi.

Burnley og Stoke og Sunderland og Leicester gerðu markalaus jafntefli, en Burnley var fallið fyrir umferðina.

Hull er í afar erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina. Þeir töpuðu í dag 2-0 fyrir Tottenham og þurfa að vinna Manchester United á heimavelli í lokaumferðinni til að halda sér uppi.

Newcastle er einnig í veseni, en Newcastle getur enn fallið sem og Sunderland. Newcastle tapaði fyrir föllnu liði QPR á útivelli í dag eftir að hafa komist yfir.

Romelu Lukaku tryggði svo Everton sigur í uppbótartíma gegn West Ham í miðjumoðs-slag í úrvalsdeildinni. Markið skorar Lukaku þegar hálf mínúta var eftir af uppbótartímanum.

Aston Villa og Leicester munu því áfram spila í deild þeirra bestu eftir úrslit dagsins, en Hull, Sunderland og Newcastle geta enn fallið.

Burnley - Stoke 0-0

QPR - Newcastle United 2-1

0-1 Emmanuel Riviere (24.), 1-1 Matthew Phillips (54.), 2-1 Leroy Fer (61.).

Sunderland - Leicester 0-0

Tottenham - Hull City 2-0

1-0 Nacer Chadli (54.), 2-0 Danny Rose (61.).

West Ham - Everton 1-2

1-0 Stewart Downing (62.), 1-1 Leon Osman (68.), 1-2 Romelu Lukaku (93.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×