Gæti þurft að fresta öllu flugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. maí 2015 13:54 "Ef til dæmis það verður ekki hægt að afgreiða eldsneyti þá verður líklega að aflýsa flestum flugferðum,“ segir Guðni. vísir/vilhelm Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hann segir að mögulega þurfi að aflýsa öllu flugi, fari allt á versta veg. „Áhrifin eru aðallega á þjónustufyrirtæki sem þjónusta flugfélögin, en áhrifin á okkar starfsemi [Isavia] eru engin. Ef það er ekki hægt að þjónusta flugfélögin þá geta þau ekki flogið. Við vitum það samt hreinlega ekki enn þá en ef til dæmis það verður ekki hægt að afgreiða eldsneyti þá verður líklega að aflýsa flestum flugferðum,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Áætlað verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu er 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. ISAVIA hvetur farþega sem eiga bókað flug að hafa samband við sitt flugfélag.Uppfært klukkan 14.34 Guðni Sigurðsson hafði samband við fréttastofu eftir að hafa fengið nýjar upplýsingar frá flugfélögunum þess efnis að þau geti fengið eldsneyti annars staðar en í Keflavík. Ákvarðanir hafi þó ekki verið teknar og staðan eins og hún horfi við félögunum nú með öllu óljós.Uppfært klukkan 15:55 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að verkfallið stæði yfir í sólarhring. Hið rétta er að starfsmenn í flugafgreiðslu munu leggja niður störf í tvo sólarhringa. Verkfall 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu gæti haft alvarleg áhrif á flugsamgöngur, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Hann segir að mögulega þurfi að aflýsa öllu flugi, fari allt á versta veg. „Áhrifin eru aðallega á þjónustufyrirtæki sem þjónusta flugfélögin, en áhrifin á okkar starfsemi [Isavia] eru engin. Ef það er ekki hægt að þjónusta flugfélögin þá geta þau ekki flogið. Við vitum það samt hreinlega ekki enn þá en ef til dæmis það verður ekki hægt að afgreiða eldsneyti þá verður líklega að aflýsa flestum flugferðum,“ segir Guðni í samtali við Vísi. Áætlað verkfall starfsmanna í flugafgreiðslu er 31. maí og 1. júní eða í tvo sólarhringa, náist ekki samningar. Ótímabundið verkfall er boðað 6. júní. Starfsmenn flugafgreiðsluaðila þjónusta flugfélög á Keflavíkurflugvelli meðal annars við eldsneytisafgreiðslu, innritun og að hlaða farangri um borð í flugvélar. ISAVIA hvetur farþega sem eiga bókað flug að hafa samband við sitt flugfélag.Uppfært klukkan 14.34 Guðni Sigurðsson hafði samband við fréttastofu eftir að hafa fengið nýjar upplýsingar frá flugfélögunum þess efnis að þau geti fengið eldsneyti annars staðar en í Keflavík. Ákvarðanir hafi þó ekki verið teknar og staðan eins og hún horfi við félögunum nú með öllu óljós.Uppfært klukkan 15:55 Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að verkfallið stæði yfir í sólarhring. Hið rétta er að starfsmenn í flugafgreiðslu munu leggja niður störf í tvo sólarhringa.
Verkfall 2016 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira