Lífið

Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/daníel
Hún er nánast alltaf hress, vinnur alla í sjómann, getur ekki sagt Hamlet og kippir sér ekki upp við smá ryk á heimilinu. Hún er engin hornkerling og fær yfir 20.000 hugmynd á degi hverjum segja vinir hennar og vandamenn. Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag í gærkvöld.Í nærmyndinni er fjöldi vina hennar og kunningja hennar sem segja frá hennar helstu kostum og göllum. Saga á það til að gleyma að skila hlutum, vera of hvatvís, skortir rýmisgreind og þykir nokkuð sveimhuga.

Saga fer með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Bakk sem var forsýnd í Háskólabíó í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslag Íslands í dag um Sögu auk innslags af rauða dreglinum í Háskólabíó í gær þar sem leikkonan fékk að svara fyrir sig.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.