Kvikmyndin Bakk verður frumsýnd þann 8. maí. Leikstjórn er í höndum Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar.
Myndin fjallar um tvo æskuvini sem bakka bíl hringveginn. Ýmislegt gengur á á leiðinni og þurfa félagarnir að glíma við sjálfa sig, hvorn annan, fortíðina og fjölda annara hluta á leiðinni. Gunnar Hansson er einn aðalleikara auk þess að rita handritið en hann hefur áður sagt að hann hafi gengið með hugmyndina í maganum í tólf ár. Saga Garðarsdóttir og Víkingur Kristjánsson spila einnig stóra rullu.
Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk
Tengdar fréttir

Bakka hringveginn
Ný íslensk gamanmynd er væntanleg en hún ber nafnið Bakk. Í myndinni bakka aðalleikarar myndarinnar hringinn í kringum landið og lenda í ýmsu.

Glænýtt plakat kvikmyndarinnar Bakk
Bakk kemur í kvimyndahús í byrjun maí.

Þéttur leikarahópur í Bakk
Tökur á kvikmyndinni hefjast strax eftir verslunarmannahelgi en leikararnir eru góðkunnir Íslendingum.

Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd
Tveir félagar bakka hringinn í kringum landið.