Snéri við lífinu eftir þrjátíu ára fíkniefnaneyslu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2015 19:00 Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Kona sem náði að snúa lífi sínu við eftir þrjátíu ár í vímuefnaneyslu segir það skipta miklu máli að fá tækifæri til að mennta sig. Á tímabili svaf hún í athvörfum fyrir heimilislausa og á götunni en sér nú fram að útskrifast úr skrifstofunámi með nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Ásta Kristmannsdóttir er þessa dagana að klára lokaverkefni sitt í markaðsfræði en síðan í haust hefur hún stundað nám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Líf Ástu hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum og hefur námið átt ríkan þátt í því. „Ég var og hef verið svona meirihlutann af ævi minni í mikilli vímuefnaneyslu og hérna síðustu árin mín þá bjó ég bara á götunni. Þá má í raun og veru segja að ég hafi verið orðin útigangskona,“ segir hún.Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært.Vísir/Stöð 2Ásta fór nokkrum sinnum í meðferð en það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem hún skilaði árangri. „Ég var svo lánsöm að komast inn á Krýsuvík 2011 og í framhaldi af því er ég búin að ná að vera edrú,“ segir hún. Ásta fékk aðstoð hjá Hringsjá sem veitir náms- og starfsendurhæfingu og komast að því að því að hún gæti lært. Hún sótti því um styrk hjá Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur svo hún gæti farið í Menntaskólann í Kópavogi. „Ég er sem sagt að útskrifast þaðan núna af skrifstofubraut eitt og gengur alveg ótrúlega vel og hérna ætla svo í framhaldinu að sækja um í endurmenntun hjá Háskóla Íslands,“ segir Ásta. Námið hefur gengið vel og á síðustu önn voru nokkrar tíur á einkunnaspjaldinu. Þær einkunnir sem þegar eru komnar í hús fyrir þessa önn lofa góðu. „Átta í lögfræði, níu í íslensku og tíu í tölvum og bókfærslu. Þannig að þetta er bara ótrúlegt,“ segir hún. Ásta er ein 52 kvenna sem hafa fengið styrk hjá menntunarsjóðnum en sjóðurinn styrkir konur til náms. Sjóðurinn stendur þessa dagana fyrir sölu á Mæðrablóminu í fjáröflunarskyni. Það er lyklakippa sem hönnuð var af Tulipop og keypti Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fyrstu lyklakippuna. Lyklakippurnar eru fáanlegar víða svo sem í verslunum Eymundsson og Lyfju. Hún segir námið hafa fært sér mikið sjálfstraust en markmiðið er að verða viðurkenndur bókari. Það skipti miklu máli fyrir fólk að fá tækifæri til að mennta sig. „Búið að breyta miklu fyrir mig,“ segir Ásta.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira