Fjallið flaug í úrslitin: „Þetta var bara létt æfing“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2015 22:58 Hafþór Júlíus er kominn í úrslit í Sterkasta manni heims. Vísir Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. „Það svaf enginn yfir sig í dag og allir vaknaðir hressir um klukkan átta um morguninn. Fórum með Fjallið í morgunmat og borðuðum vel. Síðan var skellt sér upp á herbergi og tekin kría þar sem það beið bara ein grein eftir hádegi,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, félagi Hafþórs Júlíusar eða Fjallsins sem keppir um þessar mundir í keppninni. Einar og Andri Reyr Vignisson eru með þeim stóra úti og standa þétt við bakið á honum.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Eftir hádegismat tók við rútuferð á mótsstaðinn. „Það var góð stemning í rútunni og mikið hlegið á leiðinni. Þegar við komum á mótsstað var örlítil töf sem seinna átti eftir að vinna gegn gangi mála fyrir mótshaldara. Þegar fyrsti riðill hafði klárast og komið var að riðlinum hjá okkar manni kom þessi úrhellisrigningu með þrumum og eldingum í stíl. Stöðva þurfti keppni í tæpar tvær klukkustundir en við Andri létum það ekki á okkur fá heldur dönsuðum í rigningunni meðan flestir földu sig inn í tjöldunum,“ segir Einar Magnús.Svaka stuð í rútunni.Loks þegar stillti upp kom Hafþór sér í gírinn fyrir Atlassteinana en hann hafði nokkurn veginn tryggt sér áfram í úrslitin. „Hann hefði einungis þurft að lyfta einum stein upp á tunnu til að enda efstur í sínum riðli. Hafþór gerði sér hinsvegar lítið fyrir og henti fjórum steinum léttilega upp á tunnurnar á rétt um tuttugu sekúndum,“ segir Andri Reyr.Íslenski hópurinn.Hafþór lenti í fyrsta sæti í sínum riðli og öðru sæti í greininni og sagði eftir hana: „Þetta var bara létt æfing.“ „Keppninni lauk frekar seint í dag vegna rigningar og þegar við komum upp á hótel skelltum við okkur allir í sturtu og beint á sérstakan gala-kvöldverð fyrir keppendur og aðstandendur þeirra sem var í boði mótshaldara. Þar hittum við Benna [Benedikt Magnússon] sem var nokkuð brattur þrátt fyrir meiðslin og í góðum anda. Við skemmtum okkur konunglega, fengum fínan mat og hljómsveit spilaði fyrir dansi sem annars enginn þorði að stíga,“ segir Einar en úrslitin hefjast á laugardag og klárast á sunnudaginn.Sjá einnig: Benedikt meiddist í Kuala LumpurAndri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór enn efstur í sínum riðli Hafþór er með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. 21. apríl 2015 15:00 Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson keppti í einni grein í keppninni um Sterkasta mann heims í Kuala Lumpur í dag og var um enga smá grein að ræða, Atlasssteinana. „Það svaf enginn yfir sig í dag og allir vaknaðir hressir um klukkan átta um morguninn. Fórum með Fjallið í morgunmat og borðuðum vel. Síðan var skellt sér upp á herbergi og tekin kría þar sem það beið bara ein grein eftir hádegi,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, félagi Hafþórs Júlíusar eða Fjallsins sem keppir um þessar mundir í keppninni. Einar og Andri Reyr Vignisson eru með þeim stóra úti og standa þétt við bakið á honum.Sjá einnig: Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Eftir hádegismat tók við rútuferð á mótsstaðinn. „Það var góð stemning í rútunni og mikið hlegið á leiðinni. Þegar við komum á mótsstað var örlítil töf sem seinna átti eftir að vinna gegn gangi mála fyrir mótshaldara. Þegar fyrsti riðill hafði klárast og komið var að riðlinum hjá okkar manni kom þessi úrhellisrigningu með þrumum og eldingum í stíl. Stöðva þurfti keppni í tæpar tvær klukkustundir en við Andri létum það ekki á okkur fá heldur dönsuðum í rigningunni meðan flestir földu sig inn í tjöldunum,“ segir Einar Magnús.Svaka stuð í rútunni.Loks þegar stillti upp kom Hafþór sér í gírinn fyrir Atlassteinana en hann hafði nokkurn veginn tryggt sér áfram í úrslitin. „Hann hefði einungis þurft að lyfta einum stein upp á tunnu til að enda efstur í sínum riðli. Hafþór gerði sér hinsvegar lítið fyrir og henti fjórum steinum léttilega upp á tunnurnar á rétt um tuttugu sekúndum,“ segir Andri Reyr.Íslenski hópurinn.Hafþór lenti í fyrsta sæti í sínum riðli og öðru sæti í greininni og sagði eftir hana: „Þetta var bara létt æfing.“ „Keppninni lauk frekar seint í dag vegna rigningar og þegar við komum upp á hótel skelltum við okkur allir í sturtu og beint á sérstakan gala-kvöldverð fyrir keppendur og aðstandendur þeirra sem var í boði mótshaldara. Þar hittum við Benna [Benedikt Magnússon] sem var nokkuð brattur þrátt fyrir meiðslin og í góðum anda. Við skemmtum okkur konunglega, fengum fínan mat og hljómsveit spilaði fyrir dansi sem annars enginn þorði að stíga,“ segir Einar en úrslitin hefjast á laugardag og klárast á sunnudaginn.Sjá einnig: Benedikt meiddist í Kuala LumpurAndri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Hafþór enn efstur í sínum riðli Hafþór er með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. 21. apríl 2015 15:00 Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54 Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03 Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34 Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15 Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Hafþór enn efstur í sínum riðli Hafþór er með 26 stig en næsti maður á eftir honum er með 21 stig. 21. apríl 2015 15:00
Hafþór fór létt með risavöxnu sirkuslóðin Bar meiddan félaga sinn inn í læknistjald. Óvíst með áframhaldandi þátttöku Benedikts. 20. apríl 2015 16:54
Hafþór Júlíus bauð vinum sínum og foreldrum til veislu í Kuala Lumpur Hópurinn fór út í morgun til að fylgjast með sínum manni keppa um titilinn Sterkasti maður í heimi. 17. apríl 2015 22:03
Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Fékk að prófa áhöldin sem notuð verða á morgun, fyrsta keppnisdag mótsins. 18. apríl 2015 20:34
Hafþór Júlíus: Ef maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá er það auðvelt Tekur þátt í Sterkasta manni í heimi á næstu dögum. 17. apríl 2015 11:15
Kallaður Thor í Kuala Lumpur: Hafþór Júlíus vann báðar fyrstu greinar mótsins „Og öskraði að þetta væri ekki Norsehammer heldur Thorshammer við mikla lukku viðstaddra,“ segir Andri. 19. apríl 2015 20:55